Færsluflokkur: Bloggar
Ég fékk sendar myndir af mér í gærmorgun með því bráðskemmtilega tæki sem nefnt hefur verið tölvupóstur. Eftir að hafa virt þessar skemmtilegu myndir vel fyrir mér komst ég að þeirri niðurstöðu að líklegast er það best fyrir mig þegar ég verð myndaður næst, að það verði tekin gervihnattarmynd!!
Góðar stundir
Bloggar | 31.10.2007 | 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En ef þetta er veruleikinn þá ætla ég að skella mér í stúdíó með hálft kíló af California súkkulaði rúsínum og freta nokkrum þreklega í míkrófóninn og gefa út geisladiskakvikindi er nefnt verður Greatest hits
eða jafnvel greatest farts!!
Góðar stundir
Bloggar | 30.10.2007 | 21:39 (breytt 31.10.2007 kl. 08:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég verð þrítugur á næsta ári, spurning um að maður skelli sér á þetta þema. Ég er viss um að Eyrnaslappi vinur Bangsímons, Naggur, fúli dvergurinn hennar Mjallhvítar gætu komið og gert einhverja góða hluti. Ég efast um að ég nái því að bjóða alveg 60 manns, spurning um að auglýsa bingó í leiðinni svo bingórotturnar droppi við og sjái Eyrnaslappa og Nagg fara með gamanmál.
En þetta 4 ára afmæli sem Heather Mills hélt fyrir barnið sitt, og kostaði ekki nema 12,4 millur, kennir barninu hennar og Paul McCartney, svo sannarlega að sjá hlutina í réttu ljósi, þ.e.a.s. að það þarf ekkert að hafa fyrir lífinu.
Góðar stundir
Disney þema í afmæli dóttur Mills og McCartney | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.10.2007 | 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já já, þeir voru að finna 400 ára íslenska kúskel sem er líklegasta langlífasta dýr sem sögur fara af. Ég vorkenni þessari kúskel, það er örugglega ekki margt skemmtilegt sem þessi elska hefur haft fyrir stafni síðustu 400 ár, ekki nema að það sé full time job að næra sig og halda skelinni harðri.
En mér er spurn, ætli hún sé orðin elliær??
Góðar stundir
Íslensk kúskel líklega elsta dýr heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.10.2007 | 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þeir síðustu verða fyrstir.... þvílíkt bull sem þessi setning er. Ég man aldrei eftir því að hafa verið fyrstur eftir að hafa verið síðastur, hef iðulega verið fyrstur í því að vera síðastur. Þegar kemur að því að vera staddur einhvers staðar úti að borða með fjölda fólks þá virðist það ekki skipta neinu máli hvar ég treð afturendanum á mér niður, alltaf skal mitt borð verða síðast í röðinni.
Ég lenti í þessu tvisvar sinnum í gær, alveg ótrúlegt. Er þetta út af því að ég er rauðhærður... ég meina, kastaníubrúnhærður??
Eftir rúmlega 29 ár þá er ég nú samt eiginlega byrjaður að venjast þessu, en ég skal segja ykkur það að þeir síðustu verða sko aldrei fyrstir!
Góðar stundir
Bloggar | 28.10.2007 | 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki finnst grísalöppu það, og fyrir þá sem vita ekki hver grísalappa er þá er það rekstrarleigubarnið sem flutt er að heiman. Hún átti 19 ára afmæli í gær bæ þe vei og fær hún slatta af hamingju óskum frá mér í tilefni þess. En hvað um það, þegar ég er að stríða grísalöppu þá er það versta sem hún getur sagt við mig "Þú ert rauðhærður!". Ég á ekki mjög erfitt með það að sætta mig við þessa staðreynd en ég læt sem þessi ummæli særi mig djúpt með því að koma mér í hlutverk í grískum harmleik og þykjast gráta með miklum ekka.
En það er sem sagt frekar langt síðan að það var byrjað að gera grín af okkur í rauðhærða kynstofninum fyrst að það hefur verið sannað að neanderthalsmenn hafi verið rauðhærðir. Samkv. grein sem ég las á netinu þá eru 600.000 ár síðan neanderthalsmenn komu fram á sjónarsviðið, við erum því að tala um 600.000 ár af stríðni. Eigum við að ræða það eitthvað eða..?? Stríðnin hefur reyndar færst aðeins yfir á ljóskurnar, þær eru margar svo dúmm í hóveð eins og Daninn myndi orða það, og hafa þær dregið athyglina töluvert frá því síðustu ár.
Nú þurfum við í rauðhærða stofninum að koma af stað svarthærðum, brúnhærðum, skollituðum, grænhærðum, fjólubláhærðum og skallabröndurum, jú og auðvitað fleiri ljóskubröndurum, því "eigi skal hefna" er bara bullsetning!!
Góðar stundir
Vísbendingar um að sumir neanderthalsmenn hafi verið rauðhærðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.10.2007 | 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hefur engum dottið í hug að spila luft-golf? Er ekki hægt að gera það eins og að spila á luft-gítar?
Ég sé marga kosti við luft-golf spilun, það getur t.d. fjöldi fólks komið saman á einum teig, og þú getur alltaf þrumað eins og þú vilt og þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af slóðunum eru röltandi um í hægðum sínum og gera ekkert annað en að þvælast fyrir þér á brautinni.
Góðar stundir
Icelandair skildi 30 golfsett eftir á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.10.2007 | 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég held að það sé bara að það sé akkúrat enginn tími réttur til þess að tala um hægðir, allavegana var það enginn hægðarleikur fyrir mig í dag að fá fólk til að dýfa sér í ofan í þessa umræðu. Er fólk kannski með svo mikla hægðartregðu að það á hreinlega ekki hægt um vik að ræða svona hægðarlegt umræðuefni?
Í framhaldi af þessu... af hverju tekur enginn mig alvarlega?
Jæja, ég ætla að fara að hafa það gott í hægðum mínum.
Góðar hægðir... meina stundir
Bloggar | 24.10.2007 | 21:10 (breytt kl. 21:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heyrðu, ég væri nú alveg til í að sjá þetta atriði, ætli þetta sé bannað á Íslandi? Ef ekki, þá hvet ég Finna og Ægi á Bíó café til að ráða hana
Góðar stundir
Sektuð fyrir að kremja bjórdósir með berum brjóstunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.10.2007 | 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drepið mig ekki alveg..
Kæra MBL.IS
Ég óska hér með eftir að þið birtið alvöru fréttir á vef ykkar, þetta er sorp!! Hverjum er ekki sama um Old Spice??
Góðar stundir
Ýmislegt gekk á við upptökur á Kryddstúlkumyndbandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.10.2007 | 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)