Færsluflokkur: Bloggar
Kona með hálfan heila, allt er nú til. Ég þekki nú nokkra einstaklinga sem ættu að drífa sig í svona ómskoðun, það er stór möguleiki að það séu fleiri tilfelli þarna úti. Þeim mun meira sem ég hugsa um þetta þá ætti ég kannski að skella mér í eitt stykki skoðun!
En varðandi þesa blessuðu konu, eru doksarnir ekki búnir að greina hana sem hálf-vita??
Góðar stundir
Kona með hálfan heila lifir eðlilegu lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.11.2007 | 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef þið sjáið mig fremja álíka glæpsamlegt stílbrot er aldur færist yfir þá vinsamlegast handtakið mig og færið mig til næsta stílista.
Góðar stundir
Bloggar | 17.11.2007 | 22:56 (breytt 19.11.2007 kl. 10:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég lagði upp í ferð í gær og fór í smá rannsóknarvinnu. Leið mín lá í Sundhöll Siglufjarðar og var rannsóknarefnið rauðhærðir og ljósabekkir.
Ég afklæddi súkkulaði hvíta kroppinn minn í búningsherberginu, setti örlitla sólarvörn á þá staði sem ég vissi að myndu snerta bekkinn, henti mér í stuttbuxnasundskýluna mína og tölti niður í ljósabekkjarýmið.
Eftir að hafa reynt ítrekað að kveikja á lampanum þá smeygði ég mér inn þar sem hinn bekkurinn er og kveikti á honum í fyrstu tilraun. Aftur gerðist ég kviknakinn, hoppaði svo inn í bekkinn og tróð headsettinu á mig þar sem Reykjavík síðdegis ómaði svo skemmtilega en samt svo furðulega langt í burtu, því ekki var ómurinn mikill. Svo lagðist ég og ekki byrjaði það vel, plastið var ískalt!!
Bekkurinn hitnaði þó tiltölulega fljótlega og áður en ég vissi af voru svitaperlurnar byrjaðar að myndast. Það kom mér á óvart hve fáar svitaperlur spruttu fram en það er kannski ekki skrýtið þar sem ég lá í ljósabekknum í ca. 43 metrum á sekúndum því vifturnar voru gjörsamlega á yfirsnúning. Þetta endaði samt vel, mér fannst ég nett sexy enda kominn með smá roða á fyrrum albínóa kroppinn minn eftir að hafa hér um bil sofnað í lampanum og skellti ég mér í því næst í ræktina og svo í blak.
Er ég vaknaði í morgun leit ég út eins og mennskt jarðarber!! Ég held að ég hafi sannað það að rauðhærðir og ljósabekkir eiga ekki vel saman, ekki nema að sólarvörnin sem notuð er sé steypa!! Ég hef nú þegar hafið ræktun á Aloa Vera plöntum með það í huga að ná bleiku slikjunni af mér.
Góðar stundir
Bloggar | 15.11.2007 | 23:05 (breytt kl. 23:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég hef verið að velta kynþokkanum fyrir mér eftir að ég las um að dúkklísudrengjabandið Lúxor ætlaði sko ekki að gera út á kynþokkann. Það er góð stefna hjá þeim, ég er reyndar ekki viss um hvort þeir gætu það, en mér líkar samt við þetta plan þeirra. Ef maður er svo lukkulegur að lenda á tónlistarmyndbandi þegar maður er að flakka um sjónvarpsheimana þá eru meiri líkur en ekki, að myndbandið sýni hálfnaktar dömur dillandi á sér júllunum og afturendanum út um allt. Ekki það að mér leiðist kvenfólk en mér finnst þessi myndbönd vera orðin svo leiðinleg að það hálfa væri hellingur, þau eru öll eins.
En hvað um það, hvað er annars karlmannlegur kynþokki? Er það stæltur líkami, hökuskarð, kúlurass, stór kinnbein, rautt hár og freknur?? Er það kannski að vera góður golfari, pönkrokk söngvari í rifnum gallabuxum, að vera leikari sem kemur fram nakinn a.m.k. einu sinni í hverju hlutverki, stæltur sundlaugavörður, gítarleikari með skítugt sítt hár, ruslakarl ... eða er það kannski blanda af öllu ofantöldu? Eða kannski ekki. Ég held að það sé mjög erfitt að greina þokkann sem gerir hitt kynið villt og tryllt, en ef þið eruð með lausnina endilega látið mig vita.
Ég tel mig ekki vaða í kynþokka. Ef svo kynni fara að ég myndi reyna að koma mér á framfæri í tónlistargeiranum og gefa út geisladisk og ætlaði að beita kynþokkanum þá til að öðlast vinsælda, þá þyrfti ég líklega að koma fram í myrkri.
Góðar stundir
Bloggar | 14.11.2007 | 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er flott að vera með vopnlausar orrustuvélar hérna á klakanum, ef einhver ætlar að ráðast á okkur þá keyrum við bara á hann. Mér finnst vopnlaus orrustuvél vera jafn gáfuleg og karlmaður sem misst hefur aðal útliminn. En til hvers að hafa þessar vélar hérna yfir höfuð, getum við ekki bara fengið meðlimi í Svifflugvélaklúbbnum Niðursog til þess að sjá um þetta loftrýmiseftirlit?
Annars er ég á þeirri skoðun að við þurfum ekki aðstoð USA eða einhverra annarra þegar kemur að vörnum landsins. Það sem ég legg til er það, að blessuðu rjúpnaskyttum sem björgunarsveitin er alltaf að finna upp á fjöllum landsins verði ekki skilað til síns heima heldur komið fyrir í hjöllum upp á fjöllum og í gúmmíbátum út við 200 sjómílurnar. Skytturnar geta haft það fyrir stafni að plaffa allt niður sem dirfist að koma nálægt okkur.
Góðar stundir
Vill vita hvort orrustuvélar muni bera vopn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.11.2007 | 14:23 (breytt kl. 14:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er tuðari! Við ákveðnar aðstæður, aðallega við svefnleysi og hungur, stendur tuð-tippið á mér alveg blýsperrt. Stundum heyri ég í mér tuða og tuða og einstaka sinnum birtist á öxlinni á mér lítil græn önd sem segir mér að halda K.J. Ég veit ekki af hverju ég læt svona, það er eitthvað með það þegar maður byrjar þá er oft svo erfitt að hætta. Það virðist fullnægja einhverjum þörfum hjá mér að koma alltaf með eitt tuð í viðbót ef fýlupokinn brýst fram á sjónarsviðið
það er eins og ég sé háður þessu. Þetta er hreinlega orðin spurning um að fara íslensku leiðina og taka eina anti-tuð-töflu eða bara að skella sér í tuðmeðferð. Er til 12 skrefa kerfi fyrir tuðara?
Ég ætla að fara að hætta þessu bulli, ég er orðinn svangur og þið vitið hvað það getur þýtt!!
Góðar stundir
Bloggar | 12.11.2007 | 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þarna sjáið þið gott fólk, svart á hvítu, hve það er stórhættulegt að reykja!!
Góðar stundir
Sleginn í rot fyrir að reykja í dyragætt á krá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.11.2007 | 22:15 (breytt kl. 22:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er byrjað að setja upp jólaljósin í Sódómu og einhver vitleysingur í Vestmannaeyjum, sem er vonandi ekki frændi minn, er búinn að troða aðventuljósum í gluggana hjá sér og það gerði hann í lok október. Jólin byrjuðu líka í Ikea í lok október og þeim fjölgar alltaf og fjölgar jólaauglýsingunum í imbanum og raddkassanum.
Er þetta ekki svolítið snemmt?? Mér finnst það, mér finnst að það eigi að bíða með allar jólaauglýsingar, jólaskreytingar og jólalög þangað til í síðustu vikunni í nóvember. Þegar jólaauglýsingaflóðið nær hámarki sé ég fram á að þurfa að éta heilaslævandi eða jafnvel hægðarlosandi töflur til að þurfa ekki að lenda í þessu syndaflóði. Miðað við hve þetta byrjar snemma í ár þá sé ég fram á að vera löngu kominn leið á jólunum fyrir desember!!
Ef fram heldur sem horfir munu jólaskreytingarnar varla komast niður áður en þær verða settar upp í febrúar!!
Góðar stundir
Jólaljósin sett upp í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.11.2007 | 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þarna sjáið þið... barnaefni, eins og t.d. þættirnir um Supercow, geta haft virkilega slæmar afleiðingar í för með sér!! Ég tel að þetta verði ekki síðasta beljulátið vegna þessara teiknimynda.
Góðar stundir
Belja féll af himnum ofan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.11.2007 | 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkv. lesningu á þessum bresku lögum þá eru bresk lög álíka gáfuleg og breskir lögregluþættir. Eina fólkið sem ég man eftir að fíli breska lögguþætti eru systir mín, kærastan og stuðboltarnir á elliheimilinu. Ég man bara eftir tveimur breskum þáttum sem virkilega hafa náð að gera sig, það eru þættirnir með snillingunum í Litla Bretlandi og The Benny Hill show. Við Benny Hill þættina tengi ég grænan ís með súkkulaði og heimatilbúinn shake sem ég var vanur að búa mér til þegar ég var yngri. Ég man meira að segja uppskriftina... stórt glas fyllt með vanilluís, 2-3 teskeiðar Nesquik, glasið fyllt upp með mjólk og hrært vel. Mig langar í ís!!
Ef einhver man eftir góðum breskum þáttum þá endilega látið mig vita... bannað að nefna Inspector Morse, Taggart, Jack Frost og Hercule "Poirot"!!! Þessa gaura á að setja saman í 600 watta Clatronic blandarann sem fæst í Vörutorginu og sturta svo niður í klósettið.
En fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér tíu fáránlegustu lögin að mati Breta þá eru þau hér að neðan:
- Það er ólöglegt að deyja í breska þinghúsinu. (27% völdu þessi lög)
- Það jafngildir föðurlandssvikum að snúa frímerki með mynd af meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar á hvolf. (7%).
- Það er ólöglegt fyrir konur í Liverpool að ganga um berbrjósta nema þær starfi við afgreiðslu í verslun sem selur hitabeltisfiska. (6%).
- Það er bannað að borða kjötbökur á jóladag (5%)
- Í Skotlandi verður fólk að hleypa þeim einstaklingum inn sem berja á dyr og óska eftir að komast á klósettið. (4%).
- Ófrískar konur mega kasta af sér vatni hvar sem er, þ.á.m. í hjálm lögreglumanns. (4%).
- Höfuðið á dauðum hval, sem finnst einhversstaðar við strendur Bretlands, verður eign konungsins. Drottningin eignast sporðinn. (3,5%).
- Það er ólöglegt að reyna komast hjá því að segja skattheimtumanni allt sem þú vilt ekki að hann viti, en það er löglegt að greina honum ekki frá upplýsingum sem þér er sama að hann viti um. (3%).
- Það er ólöglegt að mæta í þinghúsið íklæddur brynju. (3%).
- Það er leyfilegt að myrða Skota innan gömlu borgarmúranna í York, en aðeins ef hann er með boga og örvar. (2%).
Ein spurning... ef ég, Bogi róni og Örvar róni förum til York og hittum Sir Alex Ferguson (sem er skoti) innan gömlu borgarmúranna, má ég þá drepa hann??
Og ég sem hélt að ég þjáðist af ritstíflu....
Góðar stundir
Það er bannað að deyja í þinghúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.11.2007 | 22:44 (breytt kl. 22:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)