Er tilgangur lífsins að gefa út greatests hits disk?

Já fínt, já sæll, já fínt, já sæll, já fínt, já sæll, já fínt, já sæll.... Nylon af öllum böndum er að fara að gefa út greatest hits album.... Eigum við að ræða það eitthvað eða..??   Já fínt, já sæll við skulum ræða það.  Ég er svo sem ekki mikið á móti þessum dúllurössum, þær eru alveg ágætis stúdíó söngdívur en allir geta farið í stúdíó og hljómað ágætlega, og lögin sem dúllurassarnir hafa gefið út… já fínt, já sæll.  Live hljóma þær bara því miður ekki, ég hef alla veganna ekki orðið vitni af því.  Svo hvað er eiginlega málið með þessa útgáfu??  Fyrir það fyrsta, er það ekki frumskilyrði þegar maður gefur út greatests hits plötu að maður hafi gefi út "hittara" eða jafnvel tvo.  Ég hélt það og ég man ekki eftir lagi frá þeim sem hefur riðið um héröðeins og eldur í sinu.  Ég er kannski bara að misskilja þetta, eru þær kannski að fara að láta mann hafa tóma diska svo maður geti skrifað uppáhalds lögin sín þá.  LoL 

En ef þetta er veruleikinn þá ætla ég að skella mér í stúdíó með hálft kíló af California súkkulaði rúsínum og freta nokkrum þreklega í míkrófóninn og gefa út geisladiskakvikindi er nefnt verður Greatest hits… eða jafnvel greatest farts!!  Sick

Góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband