Færsluflokkur: Bloggar

Er tilgangur lífsins að stríða?

Ég er ekki þekktur fyrir stríðni... ehhh.... eða... uuuuuhhhh... já...  Whistling  ...best að byrja þetta blogg á einhvern annan hátt.  Við getum sagt að ég hafi fengið að bragða mitt eigið meðal í dag, ég á það til að vera hrekkjóttur en í dag var ég hrekkjaður.  Ástæðan fyrir því að ég er hrekkjaður er sú að afmæli mitt nálgast óðfluga, en á mánudaginn verð ég 29 ára og 12 mánaða, og svo virðist sem vinnufélagar mínir hafi náð sér aðeins niður á mér.  Cool
Í Tunnunni (siglfirskur auglýsingamiðill) sem var borin heim til mín var stóð eftir eftirfarandi:

Ágætu bæjarbúar

Þegar fjölgunar er von í fjölskyldunni þarf að færa fórnir. Því hef ég ákveðið að bjóða bílinn minn rauða í skiptum fyrir hentugan barnavagn og aðra aukahluti, s.s. vöggu, rúmteppi og ábreiður. Barnavagninn má þarfnast lagfæringar þar sem ég á laghentan tengdaföður.

Ef þú á háaloftinu átt slíkar gersemar og hefur áhuga á rauðum Subaru Impreza í skiptum, endilega sláðu á mig í síma 849-1911. Ekki taka nærri þér kynninguna á talhólfinu, hún er ekki lýsandi fyrir verðandi föður.

Daníel Pétur Daníelsson
verðandi ábyrgur faðir

Ég bilaðist úr hlátri þegar ég las þetta í hádeginu, það er ótrúlegt hvað sumum dettur í hug!!  Ég komst svo reyndar að því seinna að þetta var aðeins sett inn í 30 Tunnur sem voru bornar úr í nokkur ákveðin hús.  Eftir hádegi hringdi gemsinn, ég þekkti ekki númerið og einhver kona kynnti sig.  Hún sagðist hafa séð auglýsinguna frá mér og sagðist eiga helling af barnadóti sem hún væri tilbúin til að skipta á.  “Er bíllinn hérna á höfuðborgarsvæðinu?” spurði hún.  Ég náði að halda hlátrinum að mestu niðri þegar ég spurði hana hvar hún hefði eiginlega séð þessa auglýsingu.  Þá komst ég að því að álfarnir höfðu sett þessa sömu skemmtilegu auglýsingu inn á barnalandið, nákvæmlega hér:

http://barnaland.mbl.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=9398003&advtype=5&page=1

Stuttu seinna hringdi svo maður með það sama í huga, ég vona nú samt að ég fái ekki fleiri símtöl varðandi þetta.  En hrekkurinn er gjörsamlega að hitta í mark, ókunnugt fólk er að hringja í mig, kunningjar að stríða mér.  Ég fékk t.d. símhringingu frá einum sem bauð mér Silvercross vagninn sinn en hann spurði svo hvað ég ætlaði að borga á milli.  Grin  

Já, ég hef svo sannarlega fengið að kenna á því að vera hrekkjóttur!!  Smile

Góðar stundir

Er tilgangur lífsins að láta taka sig í bossann?

“Æ fíl væoleited” segir í einhverri bíómyndinni og það get ég sko sagt í dag. Pinch

Ég sá ljóta kröfu í heimabankanum mínum í dag og við hana stóð “Sektarboð”.  Ég kom alveg af fjöllum eins og Eyvindur og Halla forðum daga, svo ég fór á stúfana og kannaði málið.  Bjallaði í Sýslu á hér á Sigló sem sagði mér að kom ljóta krafan kom frá Sýsla á Snæfellsnesi, svo ég bjallaði þangað.  Og viti menn... það náðist mynd af mér skælbrosandi á leiðinni frá Reykjavík á nýja bílnum mínum og ég fór 1 km/h of hratt... aðeins 1!!!!  Ég hef aldrei keyrt eins löglega fram og til baka til Reykjavíkur og ég var tekinn, eins og áður hefur komið fram, 1 yfir hámarkshraða.  Ég trúði ekki mínum eigin eyrum þegar daman í símanum tilkynnti mér þetta, bara nokkuð glöð í bragði.  Það þýddi ekkert fyrir mig að væla, þessi sekt skal standa.  Police

Mér finnst þetta svolítið skítt en það er eiginlega ekki hægt annað en að hlæja af þessu... 1 km. hraða yfir.  Mér finnst samt eins og ég hafi verið tekinn í bossann, og það með rifjárni.  Blush

Góðar stundir

Er tilgangur lífsins að vera tveggja þjónn?

Síðasta sýningin á Tveggja þjóni var í gær, ég er ekki frá því að tilfinningarnar hvað það varðar séu svolítið blendnar.  Við keyrðum alla leið á Ólafsfjörð, ég segi alla leið því við þurftum að fara lengri leiðina, og settum upp þessa síðustu sýningu þar, nánar tiltekið í Tjarnarborg.  Flestir í hópnum voru frekar þreyttir fyrir brottförina enda frekar langur tími liðinn síðan við sýndum og það er alltaf frekar erfitt að rífa sig upp til að sýna eftir svona hlé.  Þótt fyrstu sporin hafi verið erfið í rútuna þá var þetta frábær ferð og hópurinn kominn í stuð áður maður vissi af, enda er alltaf gaman þar sem slatti af vitleysingum kemur saman. Grin

Reyna átti að klekkja á aðalleikaranum þar sem hann var einn á sviðinu að búa sig undir að opna tvær kistur og taka upp úr þeim jakka og möppur.  Fyrir þá sem ekki vita þá er aðalleikarinn ég.  Jakkarnir og pappírarnir voru á sínum stað í kistunum en í aðra kistuna höfðu dömurnar í leikhópnum plantað brjóstahöldurum sínum.  Góð tilraun krakkar en hún hafði engin áhrif.  Eldibrandur, persónan sem ég leik, er nett klikkaður og tók hann einn haldarann upp úr kistunni, setti hann á andlitið á sér og þóttist vera Mæja býfluga og flögraði um sviðið við mikinn hlátur Ólafsfirðinga.  Leikfélagarnir höfðu samt ennþá meira gaman af þessu... litlu kvikindin... nóta til ykkar fyrir að flissa bakvið. Devil

En eins og ég sagði fyrr þá eru það blendnar tilfinningar að þessu sé lokið.  Það er gott að þurfa ekki að rifja upp textann og sýna þegar byrjað er að líða langt á milli sýninga.  Á móti kemur að maður saknar leikhópsins sem er orðinn manns önnur fjölskylda og svo er að að sjálfsögðu kikkið... kikkið sem maður fær við að standa upp á sviði fyrir framan fullt af fólki og láta það veltast um af hlátri.  Það jafnast fátt á við það.  En það þýðir víst ekki að dvelja í fortíðinni, það kemur annað verk eftir þetta og maður býður spenntur eftir því.

Góðar stundir

Er tilgangur lífsins að vera ökufantur?

Bílslysafréttir, og aftur bílslysafréttir.  Alltof mörg þessara slysa eru vegna óaðgæslu, frekju og of hröðum akstri því það eru alltof margir að flýta sér í umferðinni.  Þau eru ekki ófá skiptin sem ég hef orðið alveg sótsvartur þegar einhver bjáninn er að stunda alveg gjörsamlega tilgangslausan framúrakstur. 

Til dæmis hef ég orðið vitni af ýmsu á leiðinni milli Borgónesó og Mosó.  Eitt sinn var ég í langri bílalest leiðinni upp á blindhæð og allt í einu er kominn bíll við hliðina á mér og hann átti ekki möguleika á því að komast á réttan vegarhelming nema að maður bremsaði sig niður hið snarasta.  Það hefði orðið laglegt hefði bíll komið yfir hæðina.
Á þessari sömu leið hafa ökufantar þrykkt framúr mér og maður sér þá taka fram úr hverjum bílnum á fætur öðrum, takandi allskonar áhættur.  Svo þegar maður kemur í Mosó eða í Borgó þá eru þessir bjálfar annað hvort við hliðina á manni á ljósum eða í sömu bílalest og maður sjálfur.  Og hvað er þetta lið að græða á þessu?  Oftar en ekki er það frekar lítið og fyrir það er lífið sett að veði, og það sem verra er, líf annarra.

Ég held að íslendingar ættu að fara að átta sig á því að það tekur ákveðinn tíma að fara frá A til B, og að leggja líf sitt og annarra að veði fyrir nokkrar mínútur getur orðið dýrkeypt.  Ég held að fólk ætti að taka sér heilræðið hans pabba til fyrirmyndar: “Það er betra að fara hægara og komast”. 
Gefum okkur tíma í umferðinni.

Góðar stundir


mbl.is Tvær bílveltur á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tilgangur lífsins að vera viðstaddur fæðingu?

Ég sá stutta mynd af fæðingu í gær… þessi mynd fær Freddie Kruger, Chucky, Hellraiser og Exorsist líta út eins og Dora the explorer sem má sjá í barnatímanum hjá Sveppa á laugardagsmorgnum.  Ég veit ekki hvort ég nái einhvern tíman að jafna mig á þessu, en ég leið þó ekki útaf.  Með harðfylgi tókst mér að horfa á myndina milli puttana á mér en ég var með hendurnar fyrir andlitinu mest allan tíman.  Það er spurning hvað gerist þegar maður verður viðstaddur í alvörunni, væri klókt að ráða kameru mann til að filma herlegheitin skildi maður sjá svart.  Það sem mér fannst einna skrítnast var að horfa á þessa fæðingarmynd sem karlmaður, var að fá verki í klofið.  FootinMouth

Ég sá það á klæðaburði og öðru að þessi mynd var ekki mjög nýleg.  Meðal annars var daman eins og órangúti að neðan, það hefur örugglega ekki verið búið að finna upp rakvélar er þessi mynd var fest á filmu.  Shocking

En nú er maður búinn að sjá seinni hlutann af ferli sem tengist fæðingu ungbarns og ég er reiðubúinn til þess að sjá myndir af fyrri hlutanum, þ.e.a.s. getnaðinum.  Reikna ekki með að líða útaf þá.  Grin

Góðar stundir


Er tilgangur lífsins að eiga góðan dag?

Dagurinn í dag er búinn að vera góður.  Smile

Fjallabyggðarbúum gafst kostur á að heimsækja “miðbæinn” í dag.  Eins og allir landsmenn ættu að vita eru bormennirnir komnir yfir í Héðinsfjörð og þangað var ferðinni heitið með rútu.. eða var þetta langferðabíll??  Frábært veður var ekki til að eyðileggja þetta stutta ferðalag og var mikill fjöldi fjallbyggðinga og annara sem þáði þetta boð.  Frábært framtak hjá Fjallabyggð að gefa fólki kost á þessu.  Mér fannst þetta vera fréttnæmt efni en enga fréttamenn var að sjá í dag og ekki var snefill um þetta á mbl.is og visir.is.  Þessir fréttamiðlar eru svo uppteknir af slæmum fréttum að það hálfa væri hellingur, en það er eitthvað til að blogga um síðar.

Eftir Héðinsfjarðarferðina þá skelltum við Jóna okkur ásamt rekstrarleigubörnunum mínum, Sölku og Jóel, niður á Bensó þar sem Silla skólasystir afgreiddi okkur með pylsur og mjög sveittan hammara.

Á meðan við vorum í Héðó og á Bensó gerði Man. Utd. jafntefli við Middlesbrough og alltaf þegar Man. Utd. tapar stigum þá gleðjumst við Liverpool menn. 

Afmæli hjá Amalíu, frænku Jónu, Sölku og Jóels, var svo næst á dagskránni, alltaf fínt að fá frítt að éta.  Ég át kökur og drakk kaffi eins og ég hefði borgað mig inn á svæðið.

Dagurinn endaði svo upp í sófa með Jónu, Pushing daisies, Cold case, Big shots og einum ísköldum Tuborg gold…  dagarnir gerast varla betri en þessi.  Wink

Ekki gleyma – Mamma á afmæli á morgun!!

Góðar stundir


Er tilgangur lífsins að vera of feitur?

Vá.. kemur á óvart, eða þannig.   Ég er úti í sundlaug fimm daga vikunnar og manni bregður bara þegar maður sér krakka frá 5 ára aldri sem eru spikaðir eins og rostungar á Mcdonalds fæði.   
Við, þá er ég að tala um okkur Íslendinga, við erum byrjuð að éta óhollari mat ásamt að hreyfa okkur ekki neitt.  Ein mesta hreyfingin sem sumir krakkar eru að fá í dag er við skriftir á MSN eða að teigja sig í PS fjarstýringuna, svo það er kannski ekkert skrítið að börn þessa lands séu mörg hver vel yfir kjörþyngd. 

Kannski eru einhverjar allt aðrar ástæður fyrir þessu, kem ekki auga á þær í augnablikinu.... ætla að ná mér í kaffibolla.

Góðar stundir


mbl.is Offitufaraldur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tilgangur lífsins að vera púllari?

Ég sá leikinn ekki í gær milli Arsenal og Liverpool í meistaradeildinni, ég fylgdist bara með textalýsingu á netinu en ég er búinn að skoða þessi atvik sem allir eru að ræða um.  Ég get ekki sagt annað en að mínir menn hafi verið hrottalega heppnir af fara frá Emirates með jafntefli.  Sem þaulvanur dómari á Pæjumótinu á Sigló þá hefði ég hiklaust dæmt víti á Kuyt, borið fram Gád að ég held, og gefið honum spjald.  Kauði tjáði sig samt um þetta í dag og sagði þetta ekki víti en myndirnar tala sínu máli, skelfileg dómgæsla hjá manninum í svarta dressinu en ekki græt ég það í þetta skipti.
Nicklas Bendtner er samt maður leiksins, þvílík markvarsla hjá honum, strák greyið.  Það var bara ekkert sem hann gat gert þegar skotið kom nema að vera fyrir því. Grin Fabregas, eða litli vælukjóinn eins og á að kalla hann þessa dagana eftir að hann vældi um að allir hötuðu Arsenal um daginn, hefur örugglega hraunað baunann Bendtner í búningsklefanum eftir leik. 

Ég var bara mjög sáttur við þessi úrslit, en rimman er bara hálfnuð og svo er deildarleikur á milli… það eru spennandi dagar framundar.

Fyrir þá séð þessi atvik þá er hægt sjá þau hér:

Kuyt rífur Hleb niður í teignum

Bendtner bjargar á línu hjá Liverpool

Góðar stundir


Er tilgangur lífsins að vera sérfræðingur í brjóstastærð?

Það er ekki nóg að hún Elle sé sæt og sexy þá er hún sérfræðingur í brjóstastærð.  Að sjá hvaða stærð kona notar af brjóstahaldara bara með því einu að glápa á hana er frábær hæfileiki, þetta jaðrar við að vera ofurhetju-hæfileiki.  Ef við segjum að Elle Macpherson væri ofurhetja, hvað væri þá hennar aðalvopn, fyrir utan brjóstastærðarhæfileikann?  Lamandi kynþokki kannski, spurning, mér dettur reyndar ekkert fleira í hug.

Ég get svo sannarlega ekki talið mig sem slíkan sérfræðing, ef ég á að mæla út stærðina þá þarf ég að hafa málband við höndina og daman þarf að strippa að ofan Grin

Góðar stundir


mbl.is Sérfræðingur í brjóstastærð kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tilgangur lífsins fyrir lóur að koma á Sigló?

Ef þið sjáið lóur á vappi í kraftgalla og múnbúts þá er þeim óhætt að koma, annars ráðlegg ég þeim að halda sig frá firðinum í bili... hér er frost.

Góðar stundir


mbl.is Fyrstu stelkarnir sáust í Hornafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband