Færsluflokkur: Bloggar

Er tilgangur lífsins að gera það reglulega?

Bloggedí bloggedí bloggedí bloggedí bloggedí bloggedí bloggedí bloggedí.... eftir blogggresjunni  kemur maður, ríðandi bikkju á.  Nú er komið að því að ég fari að gera það reglulega... þ.e.a.s. blogga!! 

Ég er nánast hættur að leika, í bili að minnsta kosti, það er aðeins ein sýning eftir og verður hún á Ólafsfirði.  Við fórum um daginn á Óló og það liggur við að ég hafi getað komið öllum áhorfendunum fyrir í draumabílnum mínum... sem er tveggja sæta.  LoL   Það var ekki alveg nógu vel mætt en við ætlum ekki að gefast upp og það á að reyna aftur 12. apríl.
Páskarnir voru svakalega næs, við vorum með leiksýningu á Skírdag og á laugardeginum en þess á milli lá ég í algerri leti og spilaði PS3 í gríð og erg.  Yngri rekstrarleigubörnin voru á Selfossi um páskana en Grísalappa kom á Sigló og er hún ekki kona einsömul lengur því hún kom með kærastann sinn með sér.  Í hans farteski hans var PS3 tölva sem ég tók ástfóstri við og áttum við góðar stundir saman um páskana.  Hans og Gréta eru alltaf velkomin á Laugarveginn, svo lengi sem vinkona mín, hún PS3, fær að koma með.  Grin

Bloggedí bloggedí bloggedí bloggedí bloggedí bloggedí bloggedí bloggedí.... og svo reið hann inn í sólsetrið. 

Góðar stundir


Er tilgangur lífsins að kenna hundum að biðja?

Þetta er ótrúlegt... ég vildi að minn hundur væri svona gáfaður.  Eina skipunin sem minn hundur gegnir alltaf er  "Vertu hvítur!!"  Wink

Góðar stundir


mbl.is Hundur á bæn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tilgangur lífsins að rjúfa þögnina?

Eins og glöggt má sjá, þá hefur ekki farið mikið fyrir bloggi undanfarið.  Tímanum hefur samt ekki verið eytt í tóma vitleysu því ég hef verið við æfingar  á leiksviðinu í Bíó café.  Á föstudaginn síðasta var nefnilega frumsýning hjá okkur í Leikfélagi Siglufjarðar á ærslafulla gamanleiknum Tveggja þjónn eftir Carlo Goldoni, í leikstjórn snillingsins Elfars Loga Hannessonar.  Frumsýningapartý var auðvitað um kvöldið og reyndist það algjör snilld, það er ansi langt síðan ég hef skemmt mér svona vel.  Önnur sýning var svo á laugadeginum en milli þessara sýninga tók ég þátt í Siglómótinu í blaki, og kom ég heim með silfur utanum hálsinn af því móti.  Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki verið ögn dasaður á sunnudaginn, í gær….  og í dag…. og líklega á morgun  Smile

Frumsýningin hjá okkur gekk fínt, salurinn hefði reyndar vera örlítið léttari en laugardagssýningin var bara frábær, salurinn grenjaði hreinlega allan tímann.  Ég hef ekki heyrt annað en að gónendur hafi farið glaðir heim, eins og t.d. Siv Friðleifs, en hún var mætt á frumsýninguna. http://www.siv.is/index.lasso?id=513&leit=&-SkipRecords=0   
Næsta sýning verður svo á föstudaginn 29. febrúar og eru auðvitað allir hvattir til þess að mæta.

Þar með er þögnin rofin.

Góðar stundir


Er tilgangur lífsins að hnýta bindishnút?

Í byrjun ársins 2008 gerðust undur og stórmerki!!  Ég, einn og óstuddur, 29 ára og 8 og ½ mánaða gamall, gúgglaði tvöfaldan bindishnút og batt hann sjálfur, aleinn og óskaplega óstuddur, í fyrsta skipti á lífsleiðinni.

Því spyr ég eins og fífl, er ég seinþroska??

Góðar stundir


Er tilgangur lífsins að skýra börnin sín skrýtnum nöfnum?

Loksins gefst eitt augnalok til þess að blogga. 

Ég elska þessar fréttir af mannanafnanefnd.  Það sem foreldrum dettur í hug að nefna börnin sín, það er bara ótrúlegt!  Nikanor, Kristólína, Patrek, og svo lengi mætti telja.  Það hljóta að vera einhverjir algerir pappakassar í þessari nefnd, þótt að þessi nöfn samræmis íslenskum málfarsreglum þá finnst mér þetta eiginlega bara vitleysa.  Smile 

Ef Nikanor Runi og Kistólína Hrafna væru nöfnin á ímynduðu tvíburunum mínum þá yrðu þau án efa fyrir einelti upp á hvern einasta dag!!  Undecided

Góðar stundir


mbl.is Piu og Sven hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tilgangur lífsins að leika?

Já fínt, já sæll… hvernig væri það að blogga eitthvað!!!

Ég hef verið heima hjá mér rétt yfir blánóttina síðustu tvær vikur og sé ég ekki fyrir endann á því ástandi fyrr en í lok næsta mánaðar.  Áhugamálin hafa riðið í fylkingum um héröð og frítími síðustu tveggja vikna er sá tími sem ég hef eytt á dollunni við hægðarlosun.  L.S. er komið á fullt skrið en fyrir þá sem ekki vita fyrir hvað L.S. stendur fyrir, á er það Leikfélag Siglufjarðar.  Við höfum fengið snilldar leikstjóra í lið með okkur, hann Elvar Loga Hannesson, og ætlum við að frumsýna verkið “Tveggja þjónn” eftir Carlo Goldoni þann 22. febrúar nk.  Fyrir utan að leikstýra þá er Logi einnig þekktur fyrir einleiki, eins og t.d. Gísla Súrsson, Dimmalimm og fleiri.  Logi, eins og hann er jafnan kallaður, er bróðir svila míns og er hann annar stofnenda Kómedíuleikhúsins sem er fyrsta atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum en það var stofnað árið 1997.  Nánar hér:  www.komedia.is

Tveggja þjónn er farsi af dýrari gerðinni og fékk ég það frábæra og skemmtilega hlutverk að leika þjóninn Eldibrand, eða Arlechino á frummálinu.  Hann er algjör trúður, ærslabelgur sem er stanslaust á hreyfingu og veður ekki í vitinu svo maður þarf kannski ekki að leika neitt svakalega mikið hvað það varðar.  Þetta tekur það á að maður kemur sveittur heim af hverri æfingu.  Ekki ómerkari leikari en Arnar Jónsson steig sín fyrstu skref í þessu hlutverki 1960 og eitthvað en það var áður en hann byrjaði að hljóma svona djúpur og alvarlegur eins og hann gerir í dag.

En er tilgangur lífsins að vera leikari.  Ég vildi að ég hefði uppgötvað það miklu fyrr hvað það er svakalega gaman og gefandi að leika.  Þá hefði maður kannski drifið sig og lært þetta og orðið atvinnulaus leikari J  Það er reyndar staðreynd, að það er aldrei of seint að skella sér í skóla og læra.

Þangað til næst…

Góðar stundir


Er tilgangur lífsins að að glápa á Súlur?

Já, þetta mun án efa koma sér gríðarleg vel fyrir fyrir fuglaáhugamenn, því þessi myndavélabúnaður á víst að taka upp fuglalífið í eynni en þar er að finna stærsta súlnasafn veraldar að mér skilst.  Hefði ekki verið auðveldara fyrir Landhelgisgæsluna að fara bara með búnaðinn í súlnasalinn??  Er ekki nóg af góðu myndefni þar??

En jæja, eitt er víst að ég hef engan áhuga á þessu!!  Einu súlurnar sem ég hef áhuga á eru hjá Geira á Maxims... Bóhem.. Móhem.. eða hvað sem þetta allt heitir, eða þær súlur sem fljúga hæst og  fegurst.  Ef þú lesandi góður veist ekki hvaða súlur það eru, þá er upplagt að uppljóstra því.  Það eru Súlurnar á Sigló, en þær voru kosnar fallegasta blaklið bæjarins gleðibankaárið 1986.  Smile

Góðar stundir


mbl.is Myndavélum komið fyrir í Eldey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tilgangur lífsins að vera hagyrðingur?

Halló halló... nei, ég var ekki aflífaður eftir síðustu færslu.  Síðustu tvær vikur hafa verið hálfgerð klikkun og varla gefist tími til að borða, hvað þá að blogga.  Maður hefur verið á fullu frá átta á morgnanna til klukkan ellefu á kvöldin.  Skipulagning blakmóts, þorrablóts, kór fundar er það sem hefur átt tíma minn, ásamt þessu hefðbundna, og svo er leikfélagið einnig komið á fullt, nánar af því síðar. 

En svo maður vindi sér í blogg sem tengist þessari fyrirsögn.  Er leið mín lá í fyrsta blak tíma ársins 2008 þá tók ég auðvitað í höndina á Sundlaugi vini mínum, óskaði honum gleðilegs árs og í djóki spurði ég hvort ég ætti að kyssa hann.  Eftir blakið beið mín vísa í geymsluhólfinu mínu og hljómar hún svona:

Munu augun mildast hörð,
magnast trúar vissa,
ef að ljúfan laugarvörð,
langar þig að kyssa. 

Ég er nú ekki mikill hagyrðingur í mér, hef reyndar aldrei fengist við svoleiðis, en ég ákvað að athuga hvort ég gæti ekki svarað honum.  Eftir miklar pælingar kom ég þessu niður á blað:

Verndari syndara, vel má sjá,
þér veitir ekki´ af kossi.
En mínar varir muntu´ ei fá,
því mæli ég með hrossi.

Ég var bara nokkuð góður með mig eftir þessa vísu.  Svo kom annar blaktími, Sundlaugur fékk vísu og að blak tíma loknum var svar komið í hólfið mitt.

Líklega þér líður best,
þá loga kenndir duldar,
þó komi þér til, að kyssa hest,
þú koss mér ennþá skuldar.

Nú er ekki annað fyrir mig en að setja höfuðið í bleyti og koma með gott svar  Grin

Góðar stundir

 


Er tilgangur lífsins að flytja fréttir af engu?

Vá.. þvílík frétt!!!  Skoteldur sprakk fyrir tímann og enginn meiddist... ég endurtek... VAAÁÁÁÁ.. ÞVÍLÍK FRÉTT!!!  Pulitzer-verðlaunin eru í augsýn fyrir þennan ágæta fréttamann sem stendur fyrir þessari frétt.  Devil

Ég vona að Mbl.is komi ekki með fleiri svona fréttir því ég var gjörsamlega að fara á taugum við lesturinn á þessari... "frétt"!!   Whistling

Góðar stundir


mbl.is Óhapp við þrettándabrennu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tilgangur lífsins að þvælast fyrir sláturhúsi?

Það er kominn tími til þess að lögreglan fari að taka á þessum sláturhúsum, þau eru skaðræði og stórhættuleg á vegum úti... sérstaklega fyrir trippi sem eru nýkomin með bílpróf  Grin

Góðar stundir


mbl.is Ók á sláturhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband