Er tilgangur lífsins að vera púllari?

Ég sá leikinn ekki í gær milli Arsenal og Liverpool í meistaradeildinni, ég fylgdist bara með textalýsingu á netinu en ég er búinn að skoða þessi atvik sem allir eru að ræða um.  Ég get ekki sagt annað en að mínir menn hafi verið hrottalega heppnir af fara frá Emirates með jafntefli.  Sem þaulvanur dómari á Pæjumótinu á Sigló þá hefði ég hiklaust dæmt víti á Kuyt, borið fram Gád að ég held, og gefið honum spjald.  Kauði tjáði sig samt um þetta í dag og sagði þetta ekki víti en myndirnar tala sínu máli, skelfileg dómgæsla hjá manninum í svarta dressinu en ekki græt ég það í þetta skipti.
Nicklas Bendtner er samt maður leiksins, þvílík markvarsla hjá honum, strák greyið.  Það var bara ekkert sem hann gat gert þegar skotið kom nema að vera fyrir því. Grin Fabregas, eða litli vælukjóinn eins og á að kalla hann þessa dagana eftir að hann vældi um að allir hötuðu Arsenal um daginn, hefur örugglega hraunað baunann Bendtner í búningsklefanum eftir leik. 

Ég var bara mjög sáttur við þessi úrslit, en rimman er bara hálfnuð og svo er deildarleikur á milli… það eru spennandi dagar framundar.

Fyrir þá séð þessi atvik þá er hægt sjá þau hér:

Kuyt rífur Hleb niður í teignum

Bendtner bjargar á línu hjá Liverpool

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband