Færsluflokkur: Bloggar
Ég skil ekki hvers vegna við íslendingar erum að eyða peningum í þessari vitleysu, það er ekki hægt að kalla þetta keppni lengur. Það eru álíka miklar líkur að við vinnum þessa "keppni" og að ég fari að hanna geimskip fyrir NASA milli þess sem ég læt Tyru Banks og Americas next topmodel-gengið taka myndir af mér fyrir Playboy og Playgirl.
Eins og ég hef áður minnst á þá voru Frikki og Regína frábær á sviðinu og lagið bara þrælfínn euro-slagari en reyndar finnst mér ég hafa heyrt þennan "slagara" nokkrum sinnum áður. Þetta lag var samt margfalt betra en flest lögin sem ómuðu í Belgrad og segir það allt sem segja þarf um þessa "keppni" að við enduðum í 14. sæti. Að horfa á stigagjöf þjóðanna var álíka pirrandi og að mæta í matarboð þar sem eingöngu er serveraður pinnamatur.
Maður Evróvisjón var að mínu mati Sigmar Guðmundsson Ljóskastari með meiru en hann fór alveg hamförum í lýsingu sinni. Hann var alveg með það á hreinu hvaða land myndi fá 12 stig hverju sinni. Í lok útsendingarinnar tjáði hann landi og þjóð að aðstoðarmaður hans hefði reiknað það út að Rússar myndu vinna þessa "keppni" með 275 stig... Rússar unnu með 272 stig. Það sem hrjáir þessa blessuðu "keppni" er pólitík, það er hún sem ræður því hvert stigin fara, ekki gæða laganna og erum við engu skárri en hinar þjóðirnar hvað það varðar, við gáfum Baununum 12 stig!!
Málið er að við eigum ekki nógu margar "nágranna þjóðir" til þess að geta unnið þetta. Ég segi því að við eigum að hætta að eyða peningum í þessa vitleysu og nota þá frekar í einhvera aðra vitleysu.
Góðar stundir
Evróvisjón kostaði 21 milljón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.6.2008 | 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í dag lenti ég í erfiðri lífsreynslu þegar ég varð rosalega pirraður út í pappakassa. Ingjaldur, eins og ég kýs að kalla kassann og vitna þannig í forna skruddu þar sem Ingjaldsfíflinu er líst svo guðdómlega, vildi ekki fara á sinn stað sama hvað ég reyndi. Eftir að hafa argað á Ingjald og sparkað í hann í pirringi mínum fór ég fram og fékk mér kaffibolla og las yfir geðorðin 10.
- Hugsaðu jákvætt, það er léttara.
- Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.
- Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir.
- Lærðu af mistökum þínum.
- Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina.
- Flæktu ekki líf þitt að óþörfu.
- Reyndu að skilja og hverja aðra í kringum þig.
- Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup.
- Finndu og ræktaðu hæfileika þína.
- Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast.
Eftir að hafa rætt við Ingjald og reynt að útskýra fyrir honum að hann yrði að fara á sinn stað þá reyndi ég aftur. Auðvitað þurfti hann að streitast á móti svo eftir að hafa kallað hann öllum illum nöfnum og lesið aftur yfir geðorðin 10 tókst mér að þröngva Ingjaldi á sinn stað með látum.
Það er stórmerkilegt hve pappakassi getur haft djúp áhrif á líf manns.
Góðar stundir
Bloggar | 4.6.2008 | 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
En konur og innkaup, það veit líklegast hver heilvita og jafnvel annar hver hálf-vita karlmaður að það er ekki gaman að versla með konum. Það þarf að skoða allt og snerta allt og oftar en ekki þá þarf að skoða og snerta sama hlutinn aftur og hvað gerir karlmaðurinn á meðan?? Jú jú, meðal maður, sem er hluti af hinni landsfrægu vísitölufjölskyldu, labbar í hægðum sínum, eða kannski réttara sagt hennar, haldandi á poka eða pokum með sorgarsvip fastann á þreytulegu andliti, lítandi öfundaraugum á þá karlmenn sem eru sprangandi um einir, frjálsir, geta gert það sem þeim dettur í hug, engum háðir . aahhhhh
Anyway . svo eru það vörurnar sem merktar eru t.d. 5%, 15% 30%, 50% eða 90% afsláttur, þær vörur virðast vera haldnar einhverjum töframætti því þær þarf mjög oft að kaupa, skiptir ekki máli hvort þær verði notaðar, afslátturinn er það góður að það verður að versla. En til hvers að vera að velta sér upp úr þessu, ég, ásamt öllum karlmönnum nema kannski þeim samkynhneigðu, mun aldrei koma til með að skilja kvenfólk, en auðvitað elskar maður þessar elskur.
En konur eru ekki það eina sem ég skil ekki, ég skil t.d. ekki:
- stærðfræði.
- menn sem eru úti á veturna í T-bolum í hörkugaddi þegar ég er í úlpu, með húfu, vettlinga og trefil.
- gleðina og ánægjuna við að horfa á breskar lögreglumyndir og þætti.
- af hverju ég er ekki orðinn heimsfrægur fyrir það eitt að vera til, eins og Paris Hilton.
- hvernig nokkur maður nennir að lesa bullið sem sett er inn á þessa síðu.
Góðar stundir
Bloggar | 3.6.2008 | 00:44 (breytt kl. 00:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er runnið upp fyrir mér að draumur minn um að taka þátt í Americas next topmodel er kominn á vit feðra sinna.
Góðar stundir
Bloggar | 31.5.2008 | 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Voðalega er maður eitthvað andlaus í blogglegum skilningi þessa dagana. Ég er búinn að reyna og reyna að koma einhverju niður á blað en ekkert virðist ganga. Svo virðist sem ég sé haldinn hægðartregðu í hausnum, en það þýðir samt ekki að maður sé fullur af skít
eða hvað?? Það gæti líka verið að bloggneistinn hafi dáið tímabundið þegar ég var hrekkjaður (ritvilla sett inn af yfirlögðu ráði) aðeins í amstri dagsins í gær, en ég fékk smá stríðni endurgreidda þegar sullað var hálfum lítra af sítrónutoppi niður bakið á mér. Það mál er geymt en ekki gleymt, hefndin mun verða sæt muuhahahahahaha
.
En að öðru
ég er alveg gáttaður sem og ánægður með það að það eru alveg 10 11 manns sem skoða þessa tilgangs miklu bloggsíðu nánast daglega. Þessar miklu vinsældir hafa vakið upp þann draum að ég geti lifað á listamannalaunum við að blogga. Kannski get ég bloggað á síðu tengda mbl.is, vísir.is eða einhverjum álíka gáfulegum vefjum, eins og Ellý Ármanns en hún er með sviðsljós.is. Ég gæti orðið karlkyns útgáfa af Ellý Ármanns!! Ég gæti væntanlega ekki fengið að koma fram í sjónvarpi vegna andlitsfalls og hárlitar en ég er með réttu röddina í útvarpið. Ég sé fyrir að ég verði Ellý Ármanns ljósvakamiðlanna!!
Ehhh
nóg af bulli í bili
Elli Ármanns out!
(Svo örugglega allir fatti djókið þá kalla ég sjálfan mig Ella Ármanns hér í lokin
já, það voru ekki allir alveg að fatta þetta!! )
Góðar stundir
Bloggar | 28.5.2008 | 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frá síðustu færslu er ég búinn að aka ca. 1.000 km. Það var gaman að sjá pínu litlu lömbin skjögra um móana alveg nýkomin í heiminn. Ég hætti nú samt fljótlega að brosa framan í þessi grey því þau munu annað hvort enda á diskinum hjá mér sem gómsætt unglambakjét eða þvælast fyrir manni á ökuferðum sem fullnuma rollu t***** eins og sksiglo.is stjórinn myndi orða það.
Ástæðan fyrir þessari 1.000 km ökuferð var sú að stjúpdóttir mín, hún Grísalappa, var að útskrifast með sóma úr Kvennó og fórum við familían í útskriftarveislu hennar á Dallas-setri hjá fyrrverandi-fyrrverandi ásmanni ástkonu minnar. Það var mjög fínt, fullt af fólki sem ég þekkti ekki neitt og fannst mér ég alveg getað hafa beðið út í bíl svona til að byrja með. Maður er frekar lokuð týpa upp að vissu marki, þyrfti að fá smá kennslu við að mingla, svo maður noti nú alla veganna eina enska slettu í þessum pistli. Veislan fór mjög vel fram og stóð hún Jóna sig frábærlega í eldhúsinu með óléttukúluna út í loftið.
Eftir veisluna var horft á evrovision-keppnina sem er akkúrat engin keppni lengur. Frikki og Regína voru frábær á sviðinu, lagið bara þrælfínn euro-slagari og segir það allt um þessa blessuðu keppni að þau, við, Ísland, endaði í 14. sæti. Að horfa á stigagjöf þjóðanna var álíka pirrandi og að vera með flugum í ljósabekk. Ef þið hafið lent í því þá vitið þið hvað ég á við.
Simmi fór alveg á kostum í lýsingunni sinni, hann var alveg með á hreinu hvaða land myndi fá stigin 12. Ég segi að við eigum að hætta að taka þátt í þessu bulli vegna þess að við getum aldrei unnið þessa keppni. Aðstoðarmaður Simma reiknaði það út að Rússar myndu vinna keppnina með 275 stig, þeir unnu með 272 stig!! Það sem hrjáir þessa blessuðu keppni er pólitík, það er hún sem ræður því hvert stigin fara, ekki gæði laganna og erum við engu skárri en hinar þjóðirnar, við gáfum Baununum 12 stig!!! Við eigum ekki nógu margar nágranna þjóðir til að geta unnið þetta. Ég segi því að við eigum að hætta að eyða peningum í þessa vitleysu og nota þá frekar í einhverja aðra vitleysu.
Frægir einstaklingar flykktust að manni í þessari ferð, ég sá eurovision kónginn Pál Óskar, Ómar Ragnarsson stórfrænda Jónu minnar, Hemma Hreiðars og Danna í Maus. Ekkert af þessu liði talaði samt við mig, skil það ekki. Þetta er sko geymt en ekki gleymt!!
Að lokum vil ég óska Grísalöppu til hamingju með árangurinn, ótrúlegt að þú skildir ná þessu!!
Góðar stundir
Bloggar | 25.5.2008 | 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var að horfa á meistaradeildina, þetta var ágætis leikur milli tveggja miðlungs liða, get ekki sagt að ég hafi glaðst mikið yfir sigri Man. Utd. Þrátt fyrir að mitt lið væri ekki að spila í kvöld þá var það auðvitað ekki hægt fyrir knattspyrnumann af minni gráðu að sleppa því að horfa á þennan leik, en eins og segir í Gísla sögu Súrsonar eða álíka skruddu, þá voru þarna tveir kostir til að styðja, en hvorugur þeirra góður. Ekki segja neinum, en ég studdi Chel$ea í þessar 120 mínútur og í vítóinu líka en það mun ég líklega aldrei gera oftar á lífsleiðinni. Mér fannst ögn skárra að halda með Chel$ea því ég gat ekki hugsað mér að Man. Utd. tæki þetta tvöfalt í ár, en það er víst orðin ömurleg staðreynd. Greyið John Terry, hann mun naga sig í handakrikana svo lengi sem hann lifir fyrir að hafa runnið í vítaspyrnunni sinni. Spurning hvort maður eigi að smella smá vorkun á kappann, jú ég held að maður geti ekki annað.
Besti maðurinn á vellinum var án efa dómarinn Lubos Michel. Hann átti stórleik í svarta búningum, fyrir utan þegar hann gaf Makalele spjald þegar Scholes braut á honum og þegar hann gaf Teves litla spjald þegar allt stemmdi í æsispennandi hnefaleikakeppni. Svo voru þarna einn tveir dómar sem voru ekki alveg réttir, en ég er svo sem ekki að gera mál út af því. Ég þoli hvorugt liðið, þau hefðu bæði mátt tapa mín vegna.
Í skruddu segir að öll vötn renni til Dýrafjarðar, Liverpool verður meistari meistaranna á næsta tímabili.
Góðar stundir
Man. Utd Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.5.2008 | 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hver hefði trúað því að ég væri garðálfur!! Ég komst að því síðasta sumar að ég er með kolgræna fingur eins og má lesa í eldri færslum.
Sumarið er alveg að bresta á og skaflinn sem ég taldi verða í garðinum fram í ágúst er við það að hverfa, þökk sé snjópikki mínu. Fyrsta garðálfaverkið framkvæmdi ég í dag en ég réðist á runnana með heiftarlegum rafmagnsgarðklippum sem fengnar voru að láni hjá tengdó. Ég klippti svo nokkrar greinar niður og setti í vatn í von um að ég fái rætur á þær því það á að reyna að fylla upp gloppurnar á runnanum. Já, runninn fyrir framan húsið er jafn gloppóttur og loforð stjórnmálamanna.
Það verður nóg að gera í garðinum í sumar, það þarf auðvitað að hreinsa runnana sem ég tætti í spað í dag en einnig er það á döfinni að sækja slatta af steinum til að klára steinabakkann góða, laga snúrustaurana, laga ruslatunnurnar sem eru í algjöru rusli, breyta og bæta útiarininn, jarðsetja fjögur jólatré og tvo hamstra sem létust í vetur og hafa verið í frosti í nokkra mánuði. Útför þeirra félaga mun fara fram í kyrrþey og eru þeir sem vilja minnast Jónsa og Dúllilíusar bent á Hamstra- og pokarottuvinafélag Íslands.
Þetta verður svakalegt sumar, garðálfalega séð!!
Góðar stundir
Bloggar | 18.5.2008 | 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
I am legend með súper töffaranum Will Smith var spekkuð í gær. Fyrir þá sem ekki vita þá er sögnin að spekka, nýtt, hipp og kúl orð yfir að horfa eða að glápa á. Er myndinni var sullað í dvd spilarann voru væntingarnar miklar, Smith-arinn í hörkuformi þessa dagana og kókið vel kælt, því déskotans ísskápurinn er byrjaður að taka upp á því að frysta.
Er rétta stellingin var fundin í sófanum hófst spekkunin. Ég er mikið fyrir að gera langa sögu stutta og það er engin breyting á því í þessari færslu, og til að gera langa sögu stutta þá varð ég fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Mér fannst Smith-arinn vera gera góða hluti leiklega séð og grafíkin er flott, en myndin í heild sinni var bara ekki nógu góð.
Ég gef þessari mynd ekki nema 2 stjörnu en hún fær engin hundabein að þessu sinni því Móses sofnaði í byrjun myndarinnar.
Góðar stundir
Bloggar | 17.5.2008 | 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En nóg af skítkasti... hvað ætli bloggararnir séu margir þarna úti? Og hvað ætli þeir séu margir eins og ég, að blogga um akkúrat ekki neitt. Af hverju er fólk að þessu yfir höfuð ef það hefur ekkert að segja? Athyglissýki? Jú líklega.
Góðar stundir
Bloggar | 15.5.2008 | 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)