Er tilgangur lífsins að horfa á meistaradeildina?

Ég var að horfa á meistaradeildina, þetta var ágætis leikur milli tveggja miðlungs liða, get ekki sagt að ég hafi glaðst mikið yfir sigri Man. Utd.  GetLost  Þrátt fyrir að mitt lið væri ekki að spila í kvöld þá var það auðvitað ekki hægt fyrir knattspyrnumann af minni gráðu að sleppa því að horfa á þennan leik, en eins og segir í Gísla sögu Súrsonar eða álíka skruddu, þá voru þarna tveir kostir til að styðja, en hvorugur þeirra góður.  Ekki segja neinum, en ég studdi Chel$ea í þessar 120 mínútur og í vítóinu líka en það mun ég líklega aldrei gera oftar á lífsleiðinni.  Mér fannst ögn skárra að halda með Chel$ea því ég gat ekki hugsað mér að Man. Utd. tæki þetta tvöfalt í ár, en það er víst orðin ömurleg staðreynd.   Greyið John Terry, hann mun naga sig í handakrikana svo lengi sem hann lifir fyrir að hafa runnið í vítaspyrnunni sinni.  LoL  Spurning hvort maður eigi að smella smá vorkun á kappann, jú ég held að maður geti ekki annað.

Besti maðurinn á vellinum var án efa dómarinn Lubos Michel.  Hann átti stórleik í svarta búningum, fyrir utan þegar hann gaf Makalele spjald þegar Scholes braut á honum og þegar hann gaf Teves litla spjald þegar allt stemmdi í æsispennandi hnefaleikakeppni.  Svo voru þarna einn tveir dómar sem voru ekki alveg réttir, en ég er svo sem ekki að gera mál út af því.  Ég þoli hvorugt liðið, þau hefðu bæði mátt tapa mín vegna.  Tounge

Í skruddu segir að öll vötn renni til Dýrafjarðar, Liverpool verður meistari meistaranna á næsta tímabili. Cool

Góðar stundir


mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"þetta var ágætis leikur milli tveggja miðlungs liða"

Það var á þessari stundu að ég áttaði mig á að þú værir púlari :D

Bitur 

 Ef man Utd og Chealsea eru miðlungs, hví voru liverpool ekki í úrslitaleiknum?

afhverju voru þá akkúrat þessi 2 lið að keppa um enska bikarinn líka ? Ekki sá ég liverpool vera að vera góða hluti þar :D

Jón B (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Magnað hvað Liverdraslið verður alltafa gott á næsta ári, ég er búinn að heyra þetta í tæp 20 ár

Þórður Helgi Þórðarson, 22.5.2008 kl. 00:04

3 identicon

Ég verð að leiðrétta ofangreindan bloggara. Ég minnist þess ekki að Liverpool geti tekið þátt í leiknum um Góðgjörðaskjöldinn á næsta tímabili. ER það ekki TOTTENHAM. Þar af leiðandi getur LIVERPOOL EKKI ÁTT MÖGULEIKA Á AÐ VERÐA MEISTARI MEISTARANNA. Þetta hlítur að svíða. TOTTENHAM / PORTSMOUTH /  MAN UTD.

GLORY GLORY MAN UTD.

Dóri (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:40

4 identicon

SORRY GÓÐGERÐARSKJÖLDINN..... Ekki Góðgjörðaskjöldinn..

Dóri. (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:42

5 identicon

Þú átt ekki skilið að kalla þig bloggara. Því meiri endæmis vitleysu finnst ekki á Íslandi. Þetta var hörkuleikur, stál í stál, endaði því miður á þennan veginn og þú ferð á mbl og bloggar um Liverpool. Haha, sorglegri færslu finnur maður varla. Miðlungslið, haha, þú ert rosalegur ... You´ll never walk alone, gott að þú sért ennþá á brjósti ;)

Snorri (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:50

6 identicon

Hva .... Liverpool var bara að leyfa litlu liðunum að prófa líka ....

.... Kallast að vera eymingjagóður

Jón Ingi (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:52

7 identicon

Og hvað, bara kasta öllu á glæ og láta gleyma sér heila leiktíð. Hefði ég nú sem Manchester maður frekar verið til í Liverpool í úrslitaleik, veit ekki eftir þetta. Allir Liverpool menn ná alltaf að haga sér eins og kjánar. Til hamingju með ekki neitt í ár ;)

Snorri (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 01:00

8 identicon

milli tveggja miðlungsliða..? og þú heldur með liði sem tapaði fyrir miðlungsliði sem síðan tapaði fyrir miðlungsliði.. ? hversu gott lið er það?

Viðar Örn (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 01:16

9 identicon

Er tilgangur lífsins að hlæja af commentum Man. Utd. og Chel$ea aðdáenda?  eeehhh... já hahahahahahahahaha... 

Áfram Liverpool!!

Góðar stundir

Daníel (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 08:38

10 identicon

Hva það er bara allt að verða vitlaust, ég hló mig máttlausa við að lesa bloggið og hló svo enn hærra þegar ég las kommentin! þú ert alveg að brillera á moggablogginu! Hvernig er það annars ertu byrjaður að æfa þig fyrir árgangsmótið, við verðum að slá í gegn er haggi?

Bogga (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 21:56

11 identicon

hahahha... undited aðdáendur og chelsea aðdáendur eru nú meiri kjánarnir að láta svona fara í taugarnar á sér.... ;) 

Styð þessa færslu Daníel!

Kv. Anna Gréta

Anna Gréta (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 22:53

12 identicon

Bogga:  Ég er ekki byrjaður að æfa mig en við munum pottþétt slá í gegn!! 

Anna Gréta: Thanx!! 

Daníel (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.