Er tilgangur lífsins að aka 1.000 km.?

Frá síðustu færslu er ég búinn að aka ca. 1.000 km.  Það var gaman að sjá pínu litlu lömbin skjögra um móana alveg nýkomin í heiminn.  Ég hætti nú samt fljótlega að brosa framan í þessi grey því þau munu annað hvort enda á diskinum hjá mér sem gómsætt unglambakjét eða þvælast fyrir manni á ökuferðum sem fullnuma rollu t***** eins og sksiglo.is stjórinn myndi orða það.

Ástæðan fyrir þessari 1.000 km ökuferð var sú að stjúpdóttir mín, hún Grísalappa, var að útskrifast með sóma úr Kvennó og fórum við familían í útskriftarveislu hennar á Dallas-setri hjá fyrrverandi-fyrrverandi ásmanni ástkonu minnar.  Það var mjög fínt, fullt af fólki sem ég þekkti ekki neitt og fannst mér ég alveg getað hafa beðið út í bíl svona til að byrja með.  Whistling   Maður er frekar lokuð týpa upp að vissu marki, þyrfti að fá smá kennslu við að “mingla”, svo maður noti nú alla veganna eina enska slettu í þessum pistli.  Veislan fór mjög vel fram og stóð hún Jóna sig frábærlega í eldhúsinu með óléttukúluna út í loftið. 

Eftir veisluna var horft á evrovision-“keppnina” sem er akkúrat engin keppni lengur.  Frikki og Regína voru frábær á sviðinu, lagið bara þrælfínn euro-slagari og segir það allt um þessa blessuðu “keppni” að þau, við, Ísland, endaði í 14. sæti.  Að horfa á stigagjöf þjóðanna var álíka pirrandi og að vera með flugum í ljósabekk.  Angry  Ef þið hafið lent í því þá vitið  þið hvað ég á við. 
Simmi fór alveg á kostum í lýsingunni sinni, hann var alveg með á hreinu hvaða land myndi fá stigin 12.  Ég segi að við eigum að hætta að taka þátt í þessu bulli vegna þess að við getum aldrei unnið þessa keppni.  Aðstoðarmaður Simma reiknaði það út að Rússar myndu vinna keppnina með 275 stig, þeir unnu með 272 stig!!  Það sem hrjáir þessa blessuðu “keppni” er pólitík, það er hún sem ræður því hvert stigin fara, ekki gæði laganna og erum við engu skárri en hinar þjóðirnar, við gáfum Baununum 12 stig!!!  Við eigum ekki nógu margar “nágranna þjóðir” til að geta unnið þetta.  Ég segi því að við eigum að hætta að eyða peningum í þessa vitleysu og nota þá frekar í einhverja aðra vitleysu.

Frægir einstaklingar flykktust að manni í þessari ferð, ég sá eurovision kónginn Pál Óskar, Ómar Ragnarsson stórfrænda Jónu minnar,  Hemma Hreiðars og Danna í Maus.  Ekkert af þessu liði talaði samt við mig, skil það ekki.  Þetta er sko geymt en ekki gleymt!!  Tounge

Að lokum vil ég óska Grísalöppu til hamingju með árangurinn, ótrúlegt að þú skildir ná þessu!!  LoL

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband