Færsluflokkur: Bloggar
Jöklaferðir, fjallaferðir, gönguferðir, innkaupaferðir geta verið alveg frábærar en ég verð ákaflega pirraður þegar ég les svona fréttir. Það eru fleiri fleiri dagar síðan að veðurfréttamenn hófu að skrafa um að þetta slæma veður væri á leiðinni til okkar en samt fara þessir kálfar upp á jökul... halló, er einhver lægð yfir hausnum á ykkur jöklafarar. Við nánari íhugun þá er lægð yfir hausnum á þessu liði því annars væri það nú líklega ekki i þessu veseni. Björgunarmenn eru alltof oft að leggja líf sitt í hættu við að ná í illa búna og eins og í þessu tilfelli, illa upplýsta ferðabjána.
Hvað kostar þetta rugl svo?? Mér finnst að þessir jólasveinar eigi að bera kostnað á sinni eigin heimsku!
Góðar stundir
Að ná til ferðalanganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.12.2007 | 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað er málið með íþróttafréttamennina okkar?? Tveggja fóta tæklingar!!! Hvað er eiginlega málið?? Getur það verið að þetta sé rétt íslenska?? Eru margir knattspyrnumenn með þrjá eða fleiri fætur, eða nota karlmenn litla fótinn á sér í fótbolta nú til dags?? Er það ekki staðreynd að allt tal um tveggja fóta tæklingar sé einfaldlega rangt. Verða íþróttafréttamenn ekki að fara að taka sig taki og standa vörð um hina íslensku tungu? Því miður er tungan á undanhaldi, SMS og MSN mál er að skemmileggja okkar fallegu tungu, og það er sko ekki geggt!
Íslenskir íþróttafréttamenn
heyr heyr
verndum íslenska tungu og droppum tveggja fóta tæklingum og pikkum upp beggja fóta tæklingar!!
Góðar stundir
Bloggar | 29.12.2007 | 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég á ekki börn þrátt fyrir að vera að detta inn á hinn hryllilega fertugsaldur eftir örfáa mánuði, (geðveiklunar innskot: ) en ég er með tvö, eiginlega þrjú, á rekstrarleigu (hef fengið góðfúslegt leyfi hjá sambýlingnum að nota þetta orð yfir blessuð börnin hennar... okkar ). Það næsta sem ég hef komist því að eignast barn var þegar við fengum okkur hund, hann Móses ofur-inni-pissara sem er næstum því hættur að pissa inni!
Í amstri dagsins var farið að efast um hvort ég vissi yfir höfuð hvernig ætti að búa til eitt slíkt stykki og er maður hreinlega farinn að efast sjálfur. Ég óska því hér með eftir kennslubókum, myndböndum og jafnvel sýnikennslu um barnagerð ásamt fræðsluefni um uppalningu og tamningu þeirra.
Góðar stundir
Bloggar | 28.12.2007 | 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég man ekki eftir að hafa strengt áramótaheit enda sé ég kannski ekki mikinn tilgang í því. Ég get alveg ákveðið að gera eitthvað ef mér dettur það í hug á einhverjum öðrum tíma... kannski ætti maður bara að reyna að koma á nýrri tískubylgju. Droppa þessum lúnu áramótaheitum sem allir eru búnir að gleyma í byrjun febrúar og taka frekar upp hvítasunnuheit, þorraheit, konudagsheit, uppstigningadagsheit, gormánaðarheit, ...?? Ég sé alveg fyrir mér nýtt "diskó-æði" í uppsiglingu!! En fyrir þá sem ekki vita þá er gormánuður fyrsti mánuður vetrar samkvæmt gamla norræna tímatalinu og hefst hann á laugardegi á bilinu 21. til 28 október.
Ég ætla mér samt að strengja áramótaheit þessi áramótin, það verður að strengja ekki áramótaheit
Góðar stundir
Áramóraheitin ekkert sniðug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.12.2007 | 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Móses brugðum okkur í göngutúr kl. 8:30 í morgun, er útidyrahurðin opnaðist blasti við stjörnubjartur himinn, stafalogn, hvít slikja yfir öllu, og hvert einasta snjókorn glitraði sem lítill demantur. Já, jólin eru ekki nema einni smáköku frá því að ganga í garð en ilmur jólanna er þrátt fyrir það byrjaður að fylla salarkynnin. Rekstrarleigubörnin, fyrir utan Grísalöppu
og þó
ráða sér vart fyrir spenningi vegna pakkaflóðsins sem hefur náð hámarki, sem og Móses en hann heldur að hann eigi alla pakkana.
En það eru ekki allir jafn heppnir og ég og mín fjölskylda. Um 1.450 fjölskyldur sóttu um styrk hjá Mæðrastyrksnefnd fyrir mat og gjöfum og einhverjir eiga þess ekki kost að vera með fjölskyldum sínum, enn aðrir eru að upplifa sín fyrstu jól án náins ástvinar sem farinn er í ferðalagið sem við öll eigum eftir að fara í.
Ég vil senda ykkur öllum, sérstaklega þeim sem eiga um sárt að binda, mínar bestu óskir um gleðileg jól og ég vona að friður jólanna veiti ykkur yl, birtu og góðar minningar.
Góðar stundir
Bloggar | 24.12.2007 | 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ja-hérna-hér.... hvernig í ósköpununum, og þá meina ég ósköpununum, er þetta hægt??
Ég held ég endurskoði þá fyrirætlun mína að fara í sílikon aðgerðirnar á Tansanísku líkamslagfæringastöðinni Afturendi-ti. Ég hafði hugsað mér að fá mér sílí í kassann, í þvottabrettið og í neðri kinnarnar en eftir þessar fréttir ætla ég að skoða stöðvarnar í Botsvana, bantúmenn ku vera sleipir í þessum efnum.
Nóg af bulli í bili...
Góðar stundir
Rugluðust á heila og hné | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.12.2007 | 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úfff
hvað er málið með konur? Af hverju þýðir Já, nei? Af hverju þýðir Kannski, nei? Af hverju þýðir Ég er með hausverk nei? Af hverju, af hverju, af hverju
??
Það virðist vera ómögulegt að skilja kvenfólk, þær segja eitt en meina yfirleitt allt annað.
Á ráfi mínu um netheimana rakst ég á orðabók kynjanna. Það eru glettilega mikil sannleikskorn í þessari þýðingu á mállýsku kvenstofnsins, skoðum nokkur dæmi..
Kvennamál:
Já = Nei
Nei = Já
Kannski = Nei
Mér þykir það leitt = Þér mun þykja það leitt
Við þurfum = Ég vil
Það er þín ákvörðun = Þú munt gjalda fyrir þetta seinna
Við þurfum að tala saman = Ég þarf að kvarta
Gjörðu svo vel = Ég vil það ekki
Ég er ekki í uppnámi = Auðvitað er ég í uppnámi fíflið þitt!
Það er naumast þú ert elskulegur í kvöld = Hugsarðu ekki um annað en kynlíf?
Elskarðu mig? = Ég er að fara að biðja þig um eitthvað dýrt
Hversu heitt elskarðu mig? = Ég gerði dálítið sem þér mun alls ekki líka
Þú verður að læra að tjá þig = Vertu bara sammála mér
Ertu að hlusta á mig?! (Of seint, þú ert dauður)
Ekkert = Allt
Ekkert, í alvöru = Það er bara að þú ert svoddan fífl
Karla orðabókin er mjög einföld, það liggur við að það sé hægt að þýða Hæ sem Má ég sofa hjá þér? Við erum svo einfaldir að það er alveg dásamlegt, ætli það séu fleiri karlmenn en ég sem hafa fattað þetta??
Karlamál:
Ég er svangur = Ég er svangur
Ég er þreyttur = Ég er þreyttur
Viltu koma í bíó = Mig langar til að sofa hjá þér
Má ég bjóða þér út að borða = Mér langar til að sofa hjá þér
Má ég hringja í þig einhvern tíma = Mig langar til að sofa hjá þér
Má ég fá þennan dans? = Mig langar til að sofa hjá þér
Hvað er að? = Ég skil ekki af hverju þú ert að gera svona mikið úr þessu
Hvað er að? = Ætli kynlíf sé ekki útúr myndinni í kvöld
Mér leiðist = Langar þig að sofa hjá mér
Ég elska þig = Gerum það núna
Ég elska þig líka = Ok, ég sagði það...við ættum að gera það núna!
Tölum saman = Ég er að reyna að heilla þig með því að sýna þér að ég er góður persónuleiki og þá kannski myndirðu vilja sofa hjá mér
Viltu giftast mér? = Ég vil hafa gera það ólöglegt fyrir þig að sofa hjá öðrum mönnum
Að vel ígrunduðu máli tel ég að eina leiðin til að skilja konur, sé að skilja við konur!!
Góðar stundir
Bloggar | 22.12.2007 | 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef ykkur finnst þessir dagar algjör hörmung þá er mæli ég með að því sem ég geri, ég hef bara nóg fyrir stafni. Vinna 8:00-16:00, ræktin 17:00, blak 18:00, kóræfing 20:00, blogga fyrir lesandann minn 22:30. Já kæri vinur, svona eru mánudagar hjá mér og það gefst ekki tími til mæðuláta.
Góður gestur, ég er farinn að lúlla, ég er gjörsamlega dauður eftir daginn.
Góðar stundir
Bloggar | 17.12.2007 | 23:30 (breytt kl. 23:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
En viti menn, í allri þessar geðveiki, í þessu öngþveiti fólks í leit að hinni réttu jólagjöf, í bland við jólalög og bruna á Visakortinu, öðlaðist ég tilfinninguna á því að jólin eru að ganga í garð. Er heim var komið var ég kominn í jólaskap.
Ég ræð engum að gera jólainnkaupin á netinu, farið frekar út í geðveikina, gerist klepparar, verið pirruð, kaupið gjafir, fáið ykkur cappuchino og leyfið jólafiðringnum að smjúga inn sál ykkar og öðlist frið á endanum.
Góðar stundir
Bloggar | 16.12.2007 | 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En já, ég mér var auðvitað illt í hendinni eftir þessa lífsreynslu og í amstri dagsins fengu sessunautar mínir að heyra það afspyrnu reglulega, mér til mikils yndisauka. Reyndar fékk ég smá af mínu meðali til baka því sessuneytan (nýyrði yfir kvenkyns sessunaut) mín söng lagið úr myndaflokknum Jesús og Jósefína, sem mér finnst alveg afbrigðilega leiðinlegt. Afspyrnu skemmtilegur og líflegur dagur í dag, fann reyndar ekki jólaskapið frekar en fyrri daginn, það hlýtur að fara að skila sér.
Meira af eigin fífla einkennum er m.a. að misskilja allt, segja fáránlegar sögur af sjálfum mér sem allir halda að sé lygi en er það kannski í raun og veru ekki, notkun skemmtilegra orða með viðeigandi áherslum eins og t.d. sam-kuntu-hús, hegðun sem á í besta lagi heima á barnaheimili, svo fátt eitt sé nefnt.
Góðir hálsar, mér er ennþá illt í hendinni!!
Góðar stundir
Bloggar | 14.12.2007 | 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)