Er tilgangur lífsins að rjúfa þögnina?

Eins og glöggt má sjá, þá hefur ekki farið mikið fyrir bloggi undanfarið.  Tímanum hefur samt ekki verið eytt í tóma vitleysu því ég hef verið við æfingar  á leiksviðinu í Bíó café.  Á föstudaginn síðasta var nefnilega frumsýning hjá okkur í Leikfélagi Siglufjarðar á ærslafulla gamanleiknum Tveggja þjónn eftir Carlo Goldoni, í leikstjórn snillingsins Elfars Loga Hannessonar.  Frumsýningapartý var auðvitað um kvöldið og reyndist það algjör snilld, það er ansi langt síðan ég hef skemmt mér svona vel.  Önnur sýning var svo á laugadeginum en milli þessara sýninga tók ég þátt í Siglómótinu í blaki, og kom ég heim með silfur utanum hálsinn af því móti.  Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki verið ögn dasaður á sunnudaginn, í gær….  og í dag…. og líklega á morgun  Smile

Frumsýningin hjá okkur gekk fínt, salurinn hefði reyndar vera örlítið léttari en laugardagssýningin var bara frábær, salurinn grenjaði hreinlega allan tímann.  Ég hef ekki heyrt annað en að gónendur hafi farið glaðir heim, eins og t.d. Siv Friðleifs, en hún var mætt á frumsýninguna. http://www.siv.is/index.lasso?id=513&leit=&-SkipRecords=0   
Næsta sýning verður svo á föstudaginn 29. febrúar og eru auðvitað allir hvattir til þess að mæta.

Þar með er þögnin rofin.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki leiðinlegt partý það.......sammála! Hvernig var þetta? El toro. el beljo? ;)

Ingibjörg (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 21:36

2 identicon

HAHAHAHAHA....  El toro, el beljo... það sem var hlegið af þessu rugli!!

Það verður að semja leik um þetta... "El toro, el beljo - blóðheit ástarsaga"

Góðar stundir

Daníel (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 08:41

3 identicon

já fínt, ég veit ekkert um hvað þið eruð að tala, muuuuuuuuuuuuuuuuuu, en djö var gaman börnin góð. Hver ætlar að taka að sér að koma þessu í ritað mál ? vel þess virði. Takk fyrir mig !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ella Maja (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband