Færsluflokkur: Bloggar
Ha!!! Bíddu nú við, danskir vinnufíklar!! Ég bjó þarna í tvö ár og ég gat ekki séð betur en að eftir klukkan þrjú eða fjögur þá hefðu þeir nú flestir verði bara nokkuð lige glad. Þetta getur bara ekki staðist.
Ég held að skýringin á þessu sé að íslendingar eru orðnir rúmlega 400.000 talsins og eru 100.000 af þeim vinnufíklar í DK
Góðar stundir
Vinnufíkn vaxandi vandamál í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.10.2007 | 08:48 (breytt kl. 08:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við kærastan horfðum á tvær myndir um helgina þegar rekstrarleigubörnin og Móses voru sofnuð. Við horfðum á íslensku myndina Köld slóð og ameríska mynd sem byggð er á sannsögulegum atburðum og heitir Zodiac.
Köld slóð var bara nokkuð fín, samt frekar fyrirsjáanleg og talið í senunum var stundum skrítið fannst mér. Kannski fannst mér það vegna þess að hún er á íslensku, veit ekki. Hún var alla veganna ekki eins góð og Little trip to heaven með Juliu Stiles, Forrest Whitager, mér sjálfum og Inga Hauks. Já góðir hálsar ég lék í henni, ég varð reyndar brjálaður í bíóinu þegar ég sá atriðið mitt. Eitt stykki bílþak var akkúrat fyrir andlitinu á mér svo enginn veit af mér í myndinni. En mér er að sjálfsögðu ánægjan ein að benda hverjum sem er á stórleik minn í þessari mynd. En já, Köld slóð, ágæt en fyrirsjáanleg og smá kjánaleg samtölin oft á tíðum.Zodiac... ég fæ gæsahúð þegar ég skrifa nafnið á myndinni. Hún er geggjuð þessi mynd, frábær í alla staði. Fyrir þá sem ekki hafa séð hana, farið á leiguna og takið hana. Hún er nett löng þessi mynd (158 mín.) en ég tók ekki eftir því vegna spennunnar í myndinni. Frábær mynd og skuggalegt að þarna sé byggt á sannsögulegum atburðum.
Leonard Maltin, Roger Ebert ykkar stjörnugjafatími er liðin, Daníel er mættur!!
Góðar stundirBloggar | 1.10.2007 | 21:55 (breytt kl. 22:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er ótrúlegt, það er föstudagur á morgun og það var mánudagur í gær, október er rétt handan við hornið og ég hélt upp á jólin í fyrradag. Með þessu áframhaldi mun ég vakna dauður einn morguninn!
Ég held að ástæðan fyrir því að lífið þýtur áfram, eins og hjólreiðarkappi á sterum í Tour de France, sé sú að lífið er svo skemmtilegt. Ég er að vinna á frábærum vinnustað þar sem stemmarinn er alltaf góður en fyrir utan vinnuna á ég svo sem ekkert mikið af áhugamálum sem drepa tímann. Ekki nema söng, gítarglamur, leiklist, knattspyrnu, blak, líkamsrækt, garðyrkju og sambýlingana mína, sem reyndar líða fyrir öll hin áhugamálin, og fíflaskap svo fátt eitt sé nefnt.
Kannski er það tilgangur lífsins að láta það líða hratt, manni leiðist þá alla veganna ekki á meðan.
Góðar stundir
Bloggar | 27.9.2007 | 22:40 (breytt kl. 22:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Get ég fengið giggið??
Góðar stundir
Margar vilja vera Wonder Woman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.9.2007 | 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég átti svona ó mæ god stund í dag. Þegar ég var búinn að hjakkast á hlaupabrettinu í 6 km. þá tóku við alls konar æfingar og Reykjavík síðdegis var gaulandi í útvarpinu í ræktinni. Það sem fólk nennir að tuða yfir þessa dagana, og til að toppa allt saman, hringja í útvarpið og tuða.
Það hringdi stúlkukind inn í þáttinn og kvartaði yfir því að kennarinn hennar í framhaldsskólanum á Króknum hefði ekki mætt í tíma. Síðan hvenær hafa nemendur kvartað yfir því að fá frí í tímum?? Ég var á Króknum í fjögur ár og ekki man ég eftir því að hafa tuðað yfir því að fá frí í tíma. Þetta er auðvitað bull.
Einn gaur hringdi og tuðaði yfir löggunni, annar hringdi og tuðaði yfir því að liðsmenn Reykjavík síðdegis væru alltaf að verja lögguna. zzzZZZzzzzZZ.. hafið þið ekkert merkilegra að segja? Leyfið löggunni að vinna sín störf.
Að lokum bjallaði gaur sem hafði verið á rauðu ljósi í borginni einhvers staðar og konan í bílnum fyrir framan hann setti upp allt heila andlitið á ljósunum. Fyrir ykkur sem ekki skiljið þá var daman að henda framan í sig púðri, maskara og ég veit ekki hverju. Ég veit að þið dömurnar eruð fjölhæfar en er ekki spurning um að henda kópal málningunni framan í sig áður eða eftir bílferðina?
Ó mæ god!!!
Ég hefði kannski átt að hringja inn og kvarta yfir því að hundurinn minn veki mig alltaf klukkan 06:58 sama hvaða dagur er og taki alls ekkert tillit til mín ef ég hef verið á djamminu langt fram á nótt... bull!!
Góðar stundir
Bloggar | 25.9.2007 | 22:24 (breytt kl. 22:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hahahahahaha... þvílíkur jólajeppi!! Hann fær þó + í kladdann fyrir að gefa sig fram blessaður.
Góðar stundir
Ölvaður ökumaður hringdi í lögreglu til að láta vita af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.9.2007 | 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ótrúlegt hve tækninni flýgur fram, nú er búið að finna leiðir til að verjast öldrun og það á auðvitað að verjast öldruninni með pillu. Erum við ekki nógu pillusjúk fyrir, það er sama hvað er að manni, hvort það sé offita eða timburmenn, við viljum bara laga það með pillum. Plúsinn við þessa pillu er reyndar sá að það verður hægt að laga marga sjúkdóma í einu.
En hvernig verður þetta með dvalarheimilin framtíðinni þegar öldrunarpillan mun ríða yfir heimsbyggðina? Verða dvalarheimilin stútfull af "unglingum" sem eiga alveg tuga ára eftir ólifað? Á maður eftir að hitta sambýlinga á dvalarheimilinu sem eru í fæðingarorlofi? Hvar ætli þetta endi eiginlega, verður öllum hugsunum dælt inn í tölvu einhvern daginn svo maður geti lifað að eilífu? Það er er kannski bara fínt.... svo lengi sem maður hefur góðan félagsskap.
Góðar stundir
Nýjar leiðir til að berjast gegn öldrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.9.2007 | 23:02 (breytt kl. 23:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég þoli ekki fólk sem leyfir hundunum sínum að skíta hvar sem er og þrífur ekki eftir þá. Þetta lið setur svartan blett á okkur annars heiðvirðu hundaeigendur. Það liggur við að maður þurfi að henda skónum sínum eftir að maður er búinn að sökkva skónum sínum upp að ökkla í hundakúk, þvílík lykt!! Ef maður er hundaeigandi þá er tilgangur lífsins m.a. að þrífa upp hundakúk eftir hundinn sinn, og á köldum vetrardögum er það bara helvíti næs að finna hitann af nýkreistum hundakúk á höndunum... ég þoli bara ekki þegar pokinn er götóttur að neðan.
Góðar stundir
Bloggar | 19.9.2007 | 22:13 (breytt kl. 22:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Líklega ekki, en mér er svo sem sama. Ég prófaði að gúggla "Tilgangur lífsins", og ég er ekki frá því að ég hafi fengið svona ca. 4 færri síður en þegar ég gúgglaði "sex" hér um árið. Það eru margir að velta þessu fyrir sér en ég held að það sé enginn einn tilgangur, ekki nema kannski að lifa lífinu úfff hvað maður er djúpur í dag!!
Góðar stundir
Bloggar | 18.9.2007 | 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
KS/Leiftur komst upp í 1. deild í gær og getur maður ekki verið annað en stoltur af árangri liðsins.
KS/Leiftur, til hamingju með árangurinn!!
Góðar stundir
Bloggar | 16.9.2007 | 21:39 (breytt kl. 21:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)