Er tilgangur lífsins að vera á hraðspólun?

Þetta er ótrúlegt, það er föstudagur á morgun og það var mánudagur í gær, október er rétt handan við hornið og ég hélt upp á jólin í fyrradag.  Með þessu áframhaldi mun ég vakna dauður einn morguninn! Undecided

Ég held að ástæðan fyrir því að lífið þýtur áfram, eins og hjólreiðarkappi á sterum í Tour de France, sé sú að lífið er svo skemmtilegt.  Ég er að vinna á frábærum vinnustað þar sem stemmarinn er alltaf góður en fyrir utan vinnuna á ég svo sem ekkert mikið af áhugamálum sem drepa tímann.  Ekki nema söng, gítarglamur, leiklist, knattspyrnu, blak, líkamsrækt, garðyrkju og sambýlingana mína, sem reyndar líða fyrir öll hin áhugamálin, og fíflaskap svo fátt eitt sé nefnt. Grin

Kannski er það tilgangur lífsins að láta það líða hratt, manni leiðist þá alla veganna ekki á meðan. 

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.