Hver hefði trúað því að ég væri garðálfur!! Ég komst að því síðasta sumar að ég er með kolgræna fingur eins og má lesa í eldri færslum.
Sumarið er alveg að bresta á og skaflinn sem ég taldi verða í garðinum fram í ágúst er við það að hverfa, þökk sé snjópikki mínu. Fyrsta garðálfaverkið framkvæmdi ég í dag en ég réðist á runnana með heiftarlegum rafmagnsgarðklippum sem fengnar voru að láni hjá tengdó. Ég klippti svo nokkrar greinar niður og setti í vatn í von um að ég fái rætur á þær því það á að reyna að fylla upp gloppurnar á runnanum. Já, runninn fyrir framan húsið er jafn gloppóttur og loforð stjórnmálamanna.
Það verður nóg að gera í garðinum í sumar, það þarf auðvitað að hreinsa runnana sem ég tætti í spað í dag en einnig er það á döfinni að sækja slatta af steinum til að klára steinabakkann góða, laga snúrustaurana, laga ruslatunnurnar sem eru í algjöru rusli, breyta og bæta útiarininn, jarðsetja fjögur jólatré og tvo hamstra sem létust í vetur og hafa verið í frosti í nokkra mánuði. Útför þeirra félaga mun fara fram í kyrrþey og eru þeir sem vilja minnast Jónsa og Dúllilíusar bent á Hamstra- og pokarottuvinafélag Íslands.
Þetta verður svakalegt sumar, garðálfalega séð!!
Góðar stundir
Athugasemdir
Þú verður eins og mamma þín alltaf í garðum!!! :)
Diesel (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 01:33
Hahahahahaha...
Daníel (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.