Er tilgangur lífsins að vera fífl?

Ég er haldinn þeim skemmtilega eiginleika að vera fífl.  Eitt af einkennum mínum sem fífls er t.d. að tuða um það sama allan daginn.  Devil  Í dag var mér illt í hendinni eftir gríðarlega brútal blóðprufu sem ég þjáðist, en samt ekki, í gegnum í morgun.  Mér er svo ekki vel við nálar að hálfa væri hellingur, það leið ekki yfir mig en ég gat engan veginn horft á nálarkvikindið smjúga inn í æðina og fylgst með blóðinu tappað í þar til gerð ílát.  Ílátin voru það mörg að hjúkrunarfræðingnum hlýtur að hafa fundist hún vinna við tappa á flöskur í Carlsberg bruggverksmiðjunni.  Pouty

En já, ég mér var auðvitað illt í hendinni eftir þessa lífsreynslu og í amstri dagsins fengu sessunautar mínir að heyra það afspyrnu reglulega, mér til mikils yndisauka.  Reyndar fékk ég smá af mínu meðali til baka því sessuneytan (nýyrði yfir kvenkyns sessunaut) mín söng lagið úr myndaflokknum Jesús og Jósefína, sem mér finnst alveg afbrigðilega leiðinlegt.  Afspyrnu skemmtilegur og líflegur dagur í dag, fann reyndar ekki jólaskapið frekar en fyrri daginn, það hlýtur að fara að skila sér.

Meira af eigin fífla einkennum er m.a. að misskilja allt, segja fáránlegar sögur af sjálfum mér sem allir halda að sé lygi en er það kannski í raun og veru ekki, notkun skemmtilegra orða með viðeigandi áherslum eins og t.d. sam-kuntu-hús, hegðun sem á í besta lagi heima á barnaheimili, svo fátt eitt sé nefnt.

Góðir hálsar, mér er ennþá illt í hendinni!! Tounge

Góðar stundir

Er tilgangur lífsins að vera í jólaskapi?

Ég er ekki kominn í jólaskap og er ekki alveg par sáttur við það, það eru aðeins 11 dagar til jóla!!!  Eiginlega bara 10 því þessi dagur er víst að kveldi kominn.  Hvað er eiginlega í gangi með mig?  Er það snjóleysið sem er að valda þessu?  Kynferðislega kósý hóstapestin sem ég er ekki að ná að hrista af mér?  Sú staðreynd að jóli gleymir alltaf að gefa mér í skóinn, sama hve góður ég er!  Crying 

Kannski er það sú staðreynd að ég er ekki ennþá byrjaður að gera neitt að viti fyrir jólin, eins og t.d. að skrifa jólakort, skreyta, kaupa jólagjafir eða jafnvel hugsa um hvað ég ætti að kaupa í jólagjafir, svo fátt eitt sé nefnt.  Sambýlingurinn er reyndar búin að skreyta aðeins, en henni finnst svo gaman að dúlla sér við eitthvað svona, ég ætti kannski að reyna að lyfta rassgatinu úr sófanum og byrja að skreyta eitthvað.  Ég hef reyndar haft helling að gera undanfarið, þrátt fyrir gríðarlegt raddleysi er ég búinn að syngja með svila mínum við jólatréð sem og að koma fram á tónleikum sem hann hélt, ásamt því að syngja með Karlakórnum á aðventukvöldi í kirkjunni.
 Nóg af gorti, getur verið að ég sé bara ekki jólabarn??  Hversu ömurlegt er það, jólin eru tími gleði og friðar, góðs matar, gjafa, kossa og faðmlaga.  Þetta er tíminn sem allir eru extra góðir við náungann en samt er ég ekki að detta í jólaskapið.  Ég er meira að segja búinn að leita í smiðju National Lampoons og kallaði fram Chevy Case á hvíta skjánum í stór-jólasmellnum Christmas vacation en ekkert bólar á jólaskapinu.  Frown 

Á laugardaginn er stefnan sett á Akureyris, sem á einhvern óskiljanlegum ástæðum er jafnan nefndur höfuðstaður Norðurlands, en þar á að strauja kreditkortið þangað til það bráðnar í höndum kassadömu sem er löngu búin að fá nett ógeð á öllu sem heitir jólagjafainnkaup, þá hlýt ég að komast í jólaskapið!!!  Sé svo fram á þunglyndisdaga í febrúar þegar Visa reikningurinn kemur. Grin 

Ef þið, kæra fólk, eigið auka jólaskap þá megið þið alveg deila því með mér. 

Góðar stundir

Er tilgangur lífsins að Napaijri-verðlaunin?

Ingvar E. Sigurðsson, til hamingju með verðlaunin!!  Þú er sjálfsagt vel að þessu kominn.  Í ljósi þessarar fréttar er ég mjög sár út í Mbl.is, því ekki alls fyrir löngu fékk ég Indversku Idjjilakacaibeldisolarium verðlaunin fyrir kleinuhringjabakstur og ekki var minnst einu orði á það!! LoL

Hvað er málið??

Góðar stundir


mbl.is Ingvar fékk Napapijri-verðlaunin fyrir Erlend
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tilgangur lífsins að borða blöðru?

Hann Móses minn kúkaði blöðru um daginn.  Eigum við að ræða það eitthvað eða...??

Nei, en það er nokkuð ljóst að þessi hundur étur allt sem að kjafti kemur.

Já fínt, já sæll, síðasti þátturinn af Næturvaktinni rann sitt skeið í kvöld, þvílíkir snilldar þættir sem þarna voru á ferð.  Ég hef haft heyrnir af því að framhald sé á þessum þáttum og innan skamms geti landinn fengið að sjá Georg Bjarnfreðarson, Ólaf Ragnar og Daníel, oftast nefndur Samúel, í Dagvaktinni.  Ég bíð spenntur eftir þessum þáttum en þangað til verður líklega einhver lægð yfir landinu.  Crying

Góðar stundir

Er tilgangur lífsins að blogga?

Kæra þjóð, eða þið 0,0357% sem óvart hafið litið inn á þessa síðu, afsakið bloggleysið.

Ég er enn og aftur búinn að vera pestargemlingur, hef ekki haft rænu á því að blogga einu sinni.  Kvefpest með massahálsbólgu og skemmtilegum kíghósta hefur herjað á rauðhausinn… kastaníubrúnhærðagaurinn  meina ég, en pestarkvikindið er reyndar á undanhaldi því hrundið hefur verið af stað gríðarlegri sýklavopnaárás sem mun ráða niðurlögum pestarkvikindisins.  Það er líka tími til kominn því ég er búinn að sofa tvær nætur í stofusófanum svo ég haldi ekki vöku fyrir sambýlingnum.  Þessi pest er nú samt ekki sú versta sem ég get hugsað mér, uppsala og niðursala er það versta held ég og sem betur fer hef ég sloppið við þær sölur í langan tíma, annað er reyndar hægt að segja um bílasölu og fasteignasölu en það er reyndar allt önnur saga.

Ég ætla að fara halda áfram að gera ekki neitt, þangað næst…

Góða stundir


Er tilgangur lífsins að versla í útlöndum?

Í amstri dagsins barst mér til eyrna samtal tveggja kvenna, önnur var að fara í borgarferð til útlanda, verslunarferð geri ég þreklega ráð fyrir, með vinkonum sínum og áttu viðhengin að vera heima.  “Þetta á að vera skemmtiferð” sagði hún og hló glettnum hlátri.  Viðhengin þeirra hljóta samt að fagna því í hljóði að þurfa ekki að fara með, því fjögra daga búðarráp með hópi kvenna er á við þrefalt hálfmaraþon!!  Eftir svona túra þurfa karlmenn undantekningalaust að skrá sig inn á Reykjalund til meðferðar.

 

En ég fór að spá í þetta, geta konur virkilega farið án okkar í verslunarferð til útlanda?  Ég held að það sé af og frá.

Fyrir það fyrsta, þegar búið er að finna réttu búðina (sem er yfirleitt hvaða búð sem er) og versla, hver á þá að borga?  Þegar búið er að finna réttu búðina, versla og borga, hver á þá að bera pokann?
Í annan stað, þegar búið er að finna næstu búð (sem er yfirleitt hvaða búð sem er) og versla, hver á þá að borga aftur?  Þegar búið er að finna næstu búð, versla og borga, hver á þá að bera pokana?
Í þriðja lagi... sama rulla og hér að ofan… þið skiljið hvað ég á við, það sér hver heilvita karlmaður og ellefta hver kona að dæmið er ekki að ganga upp. 

 

Ég verð ekki viðlátinn frá og með 1. desember til æviloka því mín leið mun liggja á karlrembunámskeið á vegum Femínistafélagsins og er ég ekki viss um að mér verði hleypt aftur heim eftir að þær lesa þennan pistil. Grin

 

Góðar stundir

 

Er tilgangur lífsins að vera vel vaxinn niður?

Kæra Sarah Harding

Þakka þér kærlega fyrir að bjarga lífi mínu.  Það er mikill léttir og veitir mér mikið sjálfstraust að heyra þig segja þetta, og er það ekki spurning að ég mun klifra aftur upp á hestinn við fyrsta tækifæri.  Ekki það að ég sé eitthvað fyrir hesta... ekki nema kannski ofan á brauð. 

Í kjölfar þess að sjálfstraustið og viljinn er kominn aftur þá stefni ég á að demba mér á beitu-námskeið svo ég viti upp á hár hvað skal gera í svefnherberginu annað en að ryksuga og skúra. 

Góðar stundir

 


mbl.is Sarah segir stærðina engu skipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tilgangur lífsins að deila tú möts informeisjon?

Ég fæ stundum að heyra frasann “Daníel, tú möts informeisjon!!” framreiddan í, oft á tíðum, ergilegum tón.  Þetta virðist sérstaklega eiga saman við litríkar lýsingar á hægðum mínum, já við erum sko ekki alltaf að tala bara um brúnan lit þegar að hægðarlýsingum kemur. 
Ég á oft erfitt með að stoppa þegar ég kemst á hið alræmda skrið og gildir það einu hvort umræðuefnið séu hægðir eða eitthvað annað.  Það er líka svo gaman að ganga örlítið fram af fólki, sigurilmur svífur yfir vötnum þegar fólk missir matarlystina þegar maður dettur í stuð í kaffitímanum.   Ég var að streða í amstri dagsins um daginn og var orðinn pungsveittur og hafði orð á því við kollega mína en bætti við “í orðsins fyllstu”.  Þessi þrjú litlu orð báru tilhlýðilegan árangur, “Daníel, tú möts informeisjon!!”  Tveir kvenkyns perrar úti í horni heimtuðu reyndar að fá að finna, get ekki sagt að það hafi slegið mig út af laginu. 

Svona getur verið gaman af þessu, það gefur lífinu gildi að deila tú möts informeisjon, mér finnst að allir ættu að gera það.  Tounge

Góðar stundir

Er tilgangur lífsins að heita Gísli?

Ég prísaði mig sælan í mörg ár að heita ekki Gísli.  Allar fréttirnar og fyrirsagnirnar í fjölmiðlum um Gíslatökur, Gíslar í haldi hryðjuverkamanna, Gíslar drepnir hér og þar. 

Greyið Gíslarnir!  Smile 

Góðar stundir 

Er tilgangur lífsins að nauðga hundi?

Já blessaður, öll ljós kveikt en enginn heima!!!!  <Frasi fenginn lánaður úr Næturvaktinni>

Eins og fram hefur komið í fyrri færslum í bloggheima þá á ég hund, og ég skil ekki fólk sem getur komið illa fram við dýrin sín og t.d. lamið þau og barið.  Ég skil ennþá minna þennan kolruglaða og brenglaða en annars ágæta mann sem nauðgaði þessum hundi... talandi um að vera illa haldinn af kynlífsskorti.  Það kemur ekki fram að þetta hafi verið tík, er lögreglan þá að leita að samkynhneigðum hundaelskanda??  Mér er bara spurn.  Spurning um að reyna að misskilja það aðeins minna að fá sér "hot" dog.  Pinch

Ég verð nú að játa það að maður hefur nú oft verið langt leiddur á því að fá ekki að hleypa litla dýrinu í hellaleiðangur en aldrei hefur manni dottið í hug að skella sér aftan á hund, eða hvað... nei nei, mér hefur aldrei dottið það í hug.  Whistling

Hvað getur hundsgreyið gert, getur það farið í hundaathvarfið??  Þetta er lögreglumál!! <Frasi fenginn lánaður frá Einsa Bárðar>  Police

Góðar stundir


mbl.is Grunaður um að hafa nauðgað hundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband