Er tilgangur lífsins að vera meðvitundarlaus?

Það er ekki þrautarlaust að vera pabbi.  Í dag var ég til dæmis nánast meðvitundarlaus af þreytu eftir svefnlitla nótt.  Jörgen Jón vildi láta Guð og menn vita að hann sé til og flutti aríur úr “Litla fjárfestinum með geislabauginn” eftir Schubert í nótt, við mjög svo dræmar undirtektir hlustenda.  Þrátt fyrir að vera sussaður niður eftir hvern þátt þá hélt hann samt ótrauður áfram. 

En þrátt fyrir sönginn þá er litla kútnum farið að líka aðeins betur við mig þrátt fyrir brjóstaleysið og erum við byrjaðir að tjatta og hlæja saman.  En skjótt skipast skap í börnum og áður en ég veit af er byrjað að arga á mig af öllum lífsins kröftum og heimtað að maður gefi brjóst.  Ég hef reynt allt í þessum aðstæðum og hefur þessi barátta mín skilað sér í heyrnarskorti á vinstra eyra eftir hátíðniörg sem hundurinn virðist aðeins heyra. 

Annars er eitthvað lítið títt, maður er aðeins kominn með hugann við jólin enda eru ekki nema 42 dagar í jólahátíðina.  Ég er að hugsa um að vera ekki á síðasta snúning eins og alltaf með jólakortin, maður ætti eiginlega að fara að koma sér í að fara að krota í eitt eða tvö en fyrst þarf maður auðvitað að semja hinn árlega pistil sem ég hef sent vinum og ættingjum.   En talandi um jólakort, vááá… hvað það er orðið dýrt að senda þau, við erum að tala um að bréf 0-20 grömm kostar 70.- kr., 21-50 gr. kostar 80.- kr. 51-100 gr. kostar 90.- kr. og 101-250 gr. kostar 130.- kr.  Er langt síðan að það kostaði 35.- kall??  Smile

Anyway… í ljósi þess að kreppan ríður hér um öll héröð þá hef ég hugsað mér um að senda öll mín jólakort í póstkröfu.  Grin

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vil ekki fá jólakort frá þér i ár

anna (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband