I am legend með súper töffaranum Will Smith var spekkuð í gær. Fyrir þá sem ekki vita þá er sögnin að spekka, nýtt, hipp og kúl orð yfir að horfa eða að glápa á. Er myndinni var sullað í dvd spilarann voru væntingarnar miklar, Smith-arinn í hörkuformi þessa dagana og kókið vel kælt, því déskotans ísskápurinn er byrjaður að taka upp á því að frysta.
Er rétta stellingin var fundin í sófanum hófst spekkunin. Ég er mikið fyrir að gera langa sögu stutta og það er engin breyting á því í þessari færslu, og til að gera langa sögu stutta þá varð ég fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Mér fannst Smith-arinn vera gera góða hluti leiklega séð og grafíkin er flott, en myndin í heild sinni var bara ekki nógu góð.
Ég gef þessari mynd ekki nema 2 stjörnu en hún fær engin hundabein að þessu sinni því Móses sofnaði í byrjun myndarinnar.
Góðar stundir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.