Þeir síðustu verða fyrstir.... þvílíkt bull sem þessi setning er. Ég man aldrei eftir því að hafa verið fyrstur eftir að hafa verið síðastur, hef iðulega verið fyrstur í því að vera síðastur. Þegar kemur að því að vera staddur einhvers staðar úti að borða með fjölda fólks þá virðist það ekki skipta neinu máli hvar ég treð afturendanum á mér niður, alltaf skal mitt borð verða síðast í röðinni.
Ég lenti í þessu tvisvar sinnum í gær, alveg ótrúlegt. Er þetta út af því að ég er rauðhærður... ég meina, kastaníubrúnhærður??
Eftir rúmlega 29 ár þá er ég nú samt eiginlega byrjaður að venjast þessu, en ég skal segja ykkur það að þeir síðustu verða sko aldrei fyrstir!
Góðar stundir
Athugasemdir
Ég mútaði veislustjóranum DaníelVar bara ekkert að tala um það og leit betur út að maður að nafni Sigurður Ottó rétti upp hendina á næsta borði mjög klókt ekki satt
kveðja Ægir Matargat
Ægir Eðvarðsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 22:20
Þú helvískur...
Daníel (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.