Færsluflokkur: Bloggar
Mig hefur langað í hund frá því ég var smá patti og sá draumur varð að veruleika fyrir stuttu. Móses heitir kappinn og er rétt tæplega þriggja mánaða American cocker spaniel, og hann er alveg æðislegur.
Ég hef ekki ennþá eignast barn, er reyndar með tvö á rekstrarleigu sem kærastan á frá fyrra sambandi, en ég get ímyndað mér að þetta sé eitthvað svipað. Ég er búinn að vera þrífandi kúk og piss og hef svæft litla skinnið á hverju kvöldi síðan hann kom til okkar. Móses sefur í bæli við hliðina á rúminu okkar og ligg ég með höndina lafandi niður til í bælið hjá honum og strýk hann þangað til hann dettur inn í draumalandið.
Hann tók sig svo til í fyrri nótt og vakti mig og fórum við félagarnir út kl. 05:22 og kúkuðum og pissuðum. Ég var mjög ánægður yfir því að hann skildi vekja mig en mér fannst þetta nú samt heldur snemmt. Ég reyndi að koma honum í skilning um það að þetta væri svona heldur snemmt fyrir mig og ég held bara að hann hafi náð því... hann er greinilega jafn gáfaður og pabbi sinn.
Maður er sem sagt farinn í hundana! Icelandic cocker Daníel out!
Góðar stundir
Bloggar | 8.8.2007 | 15:20 (breytt kl. 15:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekkert eins upplífgandi og góður kaffisopi í morgunsárið. Get nú ekki sagt að ég fái eðalkaffi í vinnunni en heima hjá mér er kaffivél. Það verður bara að segjast eins og er að það er algjör snilld að eiga svoleiðis. Hún kostaði sitt en það er hægt að kreista úr henni alveg svakalega gott kaffi og ég er alveg viss um það að hún borgar sig upp fyrir rest, því maður var í því að hella niður heilu og hálfu uppáhellingunum.
En mér fannst þetta frekar skemmtileg frétt þetta með kaffidrykkjuna og þar sem ég er töluvert yngri en sambýlingurinn minn þá ætla ég að lauma þessum fróðleiksmola að henni að kaffidrykkja geti hægt á elliglöpum meðal kvenna Ætli ég fái eitthvað að borða í kvöld??
Góðar stundir
Kaffidrykkja við elliglöpum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.8.2007 | 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég eldaði (ok, systir mín eldaði) nú bara lasagne fyrir vinafólk mitt og fjölskyldu systur minnar. Mér datt nú ekki í hug að fá allar stórstjörnur Íslands og Luxor til að fagna með mér, spurning um að ég geri þetta þegar ég verð þrítugur á næsta ári. Bubbi kóngur, ertu laus í apríl?
Góðar stundir
Kaupþing heldur tónleika í tilefni af afmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.8.2007 | 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag er fjólu-lilla-bleikur dagur í vinnunni, og auðvitað skellti maður sér í eitthvað bleikt og lillað. Mér líður yfirleitt bara nokkuð vel í bleiku þrátt fyrir að akkúrat þessi litasamsetning sé kannski ekki alveg nógu góð hjá mér. Ég hefði alveg geta þegið nokkur ráð frá Heiðar nokkrum snyrtir í morgun þegar ég snérist á hæl og hnakka, grútsyfjaður og á sprellanum, í leit að rétta dressinu fyrir daginn í fataherberginu.
Mér finnst metro-sexual gaurar margir hverjir vera bara nokkuð svalir. Til að komast aðeins nær þessum metro-sexualisma þá hef ég nú þegar verslað nokkra stelpulega-litaða boli til að setja í hið margrómaða fataherbergi og svo er það sem skiptir að mér finnst öllu máli í þessu, það er trefill. Ég tel að grunnurinn að því að vera metro-sexual sé að eiga trefil. Hef samt heyrt að treflar séu orðnir out núna! Hvað gerir maður í þessum málum??
Góðar stundir
Bloggar | 3.8.2007 | 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hihihihihi... ó já, og ég get sko fundið miklu fleiri en 237 ástæður til þess að stunda ástarleiki!!
Góðar stundir
237 ástæður fyrir samförum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.8.2007 | 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vá maður.. þvílík kúadella sem þessi stúlka er. Mér finnst það ekki skrítið að afi gamli skyldi hafa tekið stóra ljóta tússinn og strikað yfir hana. Hún má samt eiga það blessunin að henni hefur tekist með klækjum að verða heimsfræg fyrir akkúrat engar sakir. Hvernig gerir maður það?? Ég er búinn að afreka það að verða heimsfrægur í firðinum en hvernig sigrar maður heiminn? Best að hringja í Paris.
Góðar stundir
París Hilton gerð arflaus? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.7.2007 | 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég og kærastan lögðum land undir fót, ásamt fjölskyldu hennar og skruppum til Hríseyjar ( http://www.akureyri.is/hrisey ) um síðustu helgi og eyddum þar góðum degi. Líklegast verður þetta eina utanlandsferðin okkar á árinu. Það var tekinn góður göngutúr um eyna og ýmislegt skoðað í frábæru veðri. Áður en haldið var heim á leið var komið við á eina veitingastaðnum í bænum sem heitir Brekka (http://www.brekkahrisey.is/ ) og snædd alveg dýrindis máltíð. Frábær veitingastaður sem skortir aðeins að geta boðið upp á gott kaffi, ekki bara uppáhellt eins og einhver sagði. Hrísey í sól og sumaryl er málið!
Góðar stundir
Bloggar | 30.7.2007 | 17:19 (breytt 31.7.2007 kl. 08:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Cowabunga dude... auðvitað!! Næst þegar ég skelli mér í kaupstað með almennilegu kvikmyndahúsi þá verður hin nett klikkaða Simpson fjölskylda fyrir valinu. Þessi fjölskylda hefur verið fastur gestur á mínu heimili síðan sýningar hófust, kominn tími að maður endurgjaldi greiðann.
Homer, Marge, Bart, Lisa og Maggie... here I come!!
Góðar stundir
Simpsons fjölskyldan vinsæl hjá kvikmyndahúsagestum vestanhafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.7.2007 | 22:12 (breytt kl. 23:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég og kærastan, við tókum okkur til í dag og gerðum fataherbergið klárt. Það bættust við þrjár fallegar hillur og spegill þar sem hægt er að skoða sig í bak og fyrir, frá toppi til táar. Ég hef ekki búið svo vel hingað til að búa í húsi með spes fataherbergi, en ykkur að segja þá er það bara snilld!! Gott fólk, út með fataskápana og útbúið ykkur fataherbergi.
Góðar stundir
Bloggar | 28.7.2007 | 19:59 (breytt kl. 20:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svarið er einfalt NEI! Það er enginn tilgangur í að sjá og heyra í Old spice grúppunni. Þessar 3 milljónir manna sem hafa óskað eftir að kaupa miða á vefsíðu þeirra hljóta vera vinir og vandamenn!!
Góðar stundir
Kryddpíurnar bæta við tónleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.7.2007 | 11:54 (breytt kl. 11:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)