Er tilgangur lífsins að fara eftir breskum lögum?

Samkv. lesningu á þessum bresku lögum þá eru bresk lög álíka gáfuleg og breskir lögregluþættir.  Eina fólkið sem ég man eftir að fíli breska lögguþætti eru systir mín, kærastan og stuðboltarnir á elliheimilinu.  Ég man bara eftir tveimur breskum þáttum sem virkilega hafa náð að gera sig, það eru þættirnir með snillingunum í Litla Bretlandi og The Benny Hill show.  Við Benny Hill þættina tengi ég grænan ís með súkkulaði og heimatilbúinn shake sem ég var vanur að búa mér til þegar ég var yngri.  Ég man meira að segja uppskriftina... stórt glas fyllt með vanilluís, 2-3 teskeiðar Nesquik, glasið fyllt upp með mjólk og hrært vel.  Mig langar í ís!! 
Ef einhver man eftir góðum breskum þáttum þá endilega látið mig vita... bannað að nefna Inspector Morse, Taggart, Jack Frost og Hercule "Poirot"!!!  Þessa gaura á að setja saman í 600 watta Clatronic blandarann sem fæst í Vörutorginu og sturta svo niður í klósettið.

En fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér tíu fáránlegustu lögin að mati Breta þá eru þau hér að neðan:

  1. Það er ólöglegt að deyja í breska þinghúsinu. (27% völdu þessi lög)
  2. Það jafngildir föðurlandssvikum að snúa frímerki með mynd af meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar á hvolf. (7%).
  3. Það er ólöglegt fyrir konur í Liverpool að ganga um berbrjósta nema þær starfi við afgreiðslu í verslun sem selur hitabeltisfiska. (6%).
  4. Það er bannað að borða kjötbökur á jóladag (5%)
  5. Í Skotlandi verður fólk að hleypa þeim einstaklingum inn sem berja á dyr og óska eftir að komast á klósettið. (4%).
  6. Ófrískar konur mega kasta af sér vatni hvar sem er, þ.á.m. í hjálm lögreglumanns. (4%).
  7. Höfuðið á dauðum hval, sem finnst einhversstaðar við strendur Bretlands, verður eign konungsins. Drottningin eignast sporðinn. (3,5%).
  8. Það er ólöglegt að reyna komast hjá því að segja skattheimtumanni allt sem þú vilt ekki að hann viti, en það er löglegt að greina honum ekki frá upplýsingum sem þér er sama að hann viti um. (3%).
  9. Það er ólöglegt að mæta í þinghúsið íklæddur brynju. (3%).
  10. Það er leyfilegt að myrða Skota innan gömlu borgarmúranna í York, en aðeins ef hann er með boga og örvar. (2%).

Ein spurning... ef ég, Bogi róni og Örvar róni förum til York og hittum Sir Alex Ferguson (sem er skoti) innan gömlu borgarmúranna, má ég þá drepa hann??  LoL

Og ég sem hélt að ég þjáðist af ritstíflu.... Wink

Góðar stundir


mbl.is Það er bannað að deyja í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má bara nefna lögguþætti, ég veit um fullt af skemmtilegum breskum þáttum. Finnst þeir oftast nær manni í raunveruleikanum heldur en margir þessara amerísku og þá á ég ekki við Hollyoaks

Kveðja yfir götuna

Bogga (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 13:02

2 identicon

Þú mátt nefna hvaða þætti sem er!!   Ég hugsaði og hugsaði en mér datt bara ekkert í hug.. er reyndar ekki þekktur fyrir að nota höfuðið mikið...  Life on mars, eru þeir breskir?  Það gæti verið því þeir gerast í Bretlandi en ég held samt ekki því þeir þættir eru bara snilld!!

Góðar stundir

Daníel (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:06

3 identicon

Cutting it, eru alveg brilliant þættir sem voru sýndir á Rúv (BBC drama),

Rescue me, A thing called love, allt sem Robson Green leikur í , svo eru fleiri eldri þættir sem ég horfði alltaf á en hafa runnið sitt skeið. Þættir sem koma frá BBC eru alltaf nokkuð góðir, finnst mér ! Málið er bara að þeir festast ekki eins vel í sessi og þessir frá henni stóru ameríku og þess vegna man ég ekki nafnið á þessu öllu saman. Ó já Life on mars eru breskir, kannski ertu bara að horfa á breska þætti reglulega en bara gerir þér ekki grein fyrir því.

Nóg í bili

Bogga (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.