Það er alveg merkilegt hve oft í amstri dagsins fólk efast um þroska minn og lýsir undrun sinni yfir hegðun minni
furðulegt, því mér finnst enginn eins normal og ég!!
Ég er búinn að fara í mikla naflaskoðun síðustu daga, bæði bókstaflega og ekki svo bókstaflega, og hef verið að leita að þroskamerkjum og ég tel mig hafa fundið nokkur
til dæmis:
- Ég hef hlotið þá vafasömu nafnbót að vera kallaður kall.
- Ég er búinn að lýsa yfir jihad heilögu stríði við nefhárin á mér.
- Bakhár, axlarhár eru að líta dagsins ljós við mikla ógleði og 3 hár á vinstra eyra sem vaxa og dafna eins og hatur almennings á ríkisstjórninni.
- Ég á skyrtu sem ég klæddist fyrir 15 árum.
- Ég þvæ 1-2 þvottavélar á dag.
- Mér finnst öll lögin á FM 95.7 hljóma nánast eins.
- Ég fór síðast á djammið . já, ég fór síðast á djammið.
- Ég er kominn upp í heillum horfna skeiðvöllinn fyrir tíu og bara til þess að fara að sofa.
- Ég vakna fyrstur ALLA morgna á heimilinu.
Ef þetta eru ekki þroskamerki þá veit ég ekki hvað og eftir að hafa verið nærri því 10 ár í öldungablaki þá segir það sig alveg sjálft að ég er klárlega kominn langt fram úr mér í þroska.
Góðar stundir
Athugasemdir
Elsku Danni !
Þú ert að sjálfsögðu búin að ná einhverjum andlegum þroska, allavega hef ég tekið eftir því.... en mikið rosalega hef ég miklar áhyggjur af þessum hárvexti þínum....
Hefur þú látið dýralækni skoða þig ????
Ég er sko með í maganum ef ég fer að ruglast á þér og Móses úti í garði, sérstaklega ef þessi hárvöxtur heldur áfram. En þetta segir sig nú dálítið sjálft þar sem þú varst nú líka meira á 4 fótum í garðinum í sumar.
Danni hefur þú nokkuð tekið eftir að það sé hundur í þér ???
Ég get þá alltaf lánað Jónu hundabókina stóru en það gæti nú reynst erfitt að finna út hvaða tegund þú ert ??? Eru hárin rauð sem eru að koma ?
Mjög svo áhyggjufullur granni ;)
Rósa granni (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 08:45
hehehe... no comment granni
Daníel Pétur Daníelsson, 28.11.2008 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.