Er tilgangur lífsins að gerast feisbúkkari?

Ég lét forvitnina buga mig og skellti mér inn í heim er nefnist Facebook nú fyrir stuttu.  Ég sem tel mig vera meðalgreindan mann, þó það kunni að vera deiluefni, vissi ekki hvort ég var að fara eða koma þegar ég lenti í Feisbúkkarheiminum.  Áður en ég vissi af þá voru komnir um 100 póstar á e-mailið mitt frá Feisbúkkar tíminu í útlöndum, það var að tilkynna mér að fólk sem ég þekki vel, þekki ekki vel, þekki og þekki ekki neitt var bjóða mér að gerast vinir sínir og það var að senda mér jólaskraut, það rændi mér og guð má vita hvað.  Ég rak svo upp stór augu þegar ég fékk boð í Sexgames.  Ég, sem er svo ungur og saklaus, meðalgreindur og rauðhærður í þokkabót, gat ekki látið mér detta í hug að það væri hægt að spila einhverja dónaleiki á Feisbúkkinni en það er nokkuð ljóst að ég verð að kynna mér hana enn frekar.  Grin  Það er líklega rétt sem feisbúkkarar segja, að þetta getur verið svaðalegur tímaþjófur.

En nóg um það…

Ég og ferfætlingurinn Móses skelltum okkur í aðra rómantíska og kreppulausa kvöldgöngu í kvöld.  Þegar leið á gönguna bættist við góður félagi okkar, Kúkur Í. Poka, og gengum við bæinn á enda og til baka.  Við sáum að jólaljósunum er að fjölga jafn og þétt og áður en maður veit af þá verður verður bærinn eins og mynd á jólapóstkorti.  Svo því sé haldið til haga þá eru einungis 33 dagar til jóla! 

Jæja, það er kominn háttatími, Kúkur Í. Poka biður fyrir góðar kveðjur til vina og ættingja.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh Danni þú ert svooooooo saklaus.... skil þetta samt alveg fyrst þú ert rauðhærður..... þekki nefnilega nokkra svoleiðis.

Þetta er í góðu lagi svo framarlega sem þú ferð ekki að samþykkja bara einhverja út í heimi þá gætu hæglega svona ungir einfaldir og rauðhærðir strákar orðið fyrir einhverjum dónalegum hlutum.

Var samt alveg hissa að þú samþykktir mig sem vin.....   GRRRRRR.......ha ha ha ha..      hélt að þú þekktir mig....  Mú ha ha ha ha ha

Rósa bestasti granninn ;)

Rósa granni (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 11:39

2 identicon

fésið er það sem er inni í dag Danni, þú þarft nú að vera inni í því sem er að gerast þótt þú sért þarna í sveitinni :) en mig langar að skoða ltila kútinn ykkar á síðunni hans, fær maður lykilorð :) ég setti netfangið mitt með :)

Kidda (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 23:12

3 identicon

það kom ekki með, en það er hér kristjana.kristjansdottir@kaupthing.com  

Kidda (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband