Er tilgangur lífsins að eiga góðar minningar?

Við Móses skelltum okkur í kvöldgöngu nú í kvöld og virtum fyrir okkur jólaljósin sem komin eru í glugga hér og þar.  Það var stafalogn og snjóflyksurnar svifu letilega til jarðar og allt í einu stóð ég mig að leika leik sem ég hef ekki leikið síðan ég flokkaðist undir það að vera barn.  Ég skimaði eftir saklausu snjókorni, eins og rauðhært pardusdýr á veiðum, og svo át ég það.  Þetta rifjaði upp skemmtilega minningu þegar við Rakel frænka vorum að leika þennan sama leik og skölluðum hvort annað.  Það ætti að standa í þinglýstum lögum að þegar tveir eða fleiri stunda þennan leik, skal hjálmur hylja höfuðleður.
Við Móses vorum sammála um það að göngutúrinn fíraði aðeins upp í jólaskapinu hjá okkur, enda ekki nema 35 dagar til jóla.  Lognið, lötu snjóflyksurnar og ljósin… þetta var yndisleg og gjörsamlega kreppulaus stund.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.