Er tilgangur lífsins að vera stoltur?

Ég get ekki annað en verið stoltur þessa dagana.  Ég setti upp skjólvegg á pallinn hjá mér sem og ruslatunnuskýli með hjólastöndum í sumar og viti menn, eftir öll vindstigin sem hafa glatt okkur undanfarið þá standa þessi mannvirki ennþá á sínum stað.  Ég hafði reyndar sáralitlar áhyggjur af skjólveggnum þar sem nágranni nr. 1, hann Jósteinn, aðstoðaði mig við að henda honum upp, en hitt gerði ég nánast alveg upp á eigin spýtur.  Það er mjög skemmtilegt að gera eitthvað upp á eigin spýtur, sérstaklega þegar maður er smíða. Wink

En þetta er mikið afrek, það liggur við að það sé hægt að kalla þrekvirki, þar sem ég hef álíka mikla smíðahæfileika og kjúklingur í brúnni sósu.  Grin

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með það að þetta standi nú allt ennþá dag í dag:)

Þura (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.