Er tilgangur lífsins að vera sibbinn?

Gvöð, ég er svo syfjaður að ég get hreinlega ekki hugsað en maður má ekki láta það á sig fá, nú skal bloggað!  Það er liðinn góður tími síðan ég deildi blaðri, bulli og annarri vitleysu með netverjum… svo hérna sit ég í sófanum með eldspýturnar, sem halda augnalokunum, kengbognar og með heilaselluna á yfirvinnukaupi.

Afrekaskráin fitnaði ekki mikið þennan fallega, síðan seinni partinn ekki fallega dag.  Það eina sem ég afrekaði, fyrir utan að troða í uppvöskunarþrælinn, var að kaupa mér verkfæri.  Ég hef sett mér það skemmtilega markmið, þar sem ég á nánast engin verkfæri, að kaupa mér eitt verkfæri í hverjum mánuði.  Ég verslaði bora í dag svo nú get ég borað alveg hægri vinstri í stein og spýtur, það má hreinlega segja að ég geti borað í alla skapaða hluti… nema kannski Jónu. Wink

Augnalokin eru við það að buga eldspýturnar, ekkert annað eftir að eftir en að senda eitt stykki Ryan Seacrest kveðju út í nóttina….. Daníel out!

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verkfæri ha Ertu að fara opna safn á neðri hæðini. Og hvað með Gumma Skarp er hann ekki lengur inn í myndini og ertu búinn að lesa bókina

kv Ægir

Ægir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband