Voðalega er maður eitthvað andlaus í blogglegum skilningi þessa dagana. Ég er búinn að reyna og reyna að koma einhverju niður á blað en ekkert virðist ganga. Svo virðist sem ég sé haldinn hægðartregðu í hausnum, en það þýðir samt ekki að maður sé fullur af skít
eða hvað?? Það gæti líka verið að bloggneistinn hafi dáið tímabundið þegar ég var hrekkjaður (ritvilla sett inn af yfirlögðu ráði) aðeins í amstri dagsins í gær, en ég fékk smá stríðni endurgreidda þegar sullað var hálfum lítra af sítrónutoppi niður bakið á mér. Það mál er geymt en ekki gleymt, hefndin mun verða sæt muuhahahahahaha
.
En að öðru
ég er alveg gáttaður sem og ánægður með það að það eru alveg 10 11 manns sem skoða þessa tilgangs miklu bloggsíðu nánast daglega. Þessar miklu vinsældir hafa vakið upp þann draum að ég geti lifað á listamannalaunum við að blogga. Kannski get ég bloggað á síðu tengda mbl.is, vísir.is eða einhverjum álíka gáfulegum vefjum, eins og Ellý Ármanns en hún er með sviðsljós.is. Ég gæti orðið karlkyns útgáfa af Ellý Ármanns!! Ég gæti væntanlega ekki fengið að koma fram í sjónvarpi vegna andlitsfalls og hárlitar en ég er með réttu röddina í útvarpið. Ég sé fyrir að ég verði Ellý Ármanns ljósvakamiðlanna!!
Ehhh
nóg af bulli í bili
Elli Ármanns out!
(Svo örugglega allir fatti djókið þá kalla ég sjálfan mig Ella Ármanns hér í lokin
já, það voru ekki allir alveg að fatta þetta!! )
Góðar stundir
Athugasemdir
Vona bara að þú verðir ekki jafn leiðilegur og hún Elli er :) En það er langt þangað til þú toppar lúkið á henni hehehe :)
Diesel (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 07:55
Vona bara að þú verðir ekki jafn leiðilegur og hún Elli :) En það er langt þangað til þú toppar lúkið á henni hehehe :)
Diesel (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 07:58
Ég toppa aldrei lúkkið á henni enda fengi maður í mesta lagi að njóta sín í útvarpi
Daníel (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 08:28
Já útvarpið er staður ljóta f......! :) nei nei þú ert ekki svo slæmur!!! En ég er að koma norður um helgina verðum að taka poker og bjór eða e-hvað.
Diesel (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.