Er tilgangur lífsins að blogga um ekki neitt?

Ef maður er með blogg síðu þá hlýtur einn af tilgangi lífsins að vera að blogga.  En það er bara ekki alltaf sem andinn nær að koma yfir mann.  Eini andinn sem hefur komið yfir mig í dag er fnyk-andinn sem dembdi sér yfir mig meðan ég sat á dollunni í morgun.  En hann fór nú jafn fljótt og hann kom... eða reyndar fór ég því ég meikaði það ekki lengur að sitja í honum. Sick  Það jafnast ekkert á við að gera stórt en einhverja hluta vegna er það ennþá betra þegar maður er á fullum launum við það í vinnunni.  Smile

En nóg af skítkasti... hvað ætli bloggararnir séu margir þarna úti?  Og hvað ætli þeir séu margir eins og ég, að blogga um akkúrat ekki neitt. 
 Af hverju er fólk að þessu yfir höfuð ef það hefur ekkert að segja?  Athyglissýki?  Jú líklega.  Grin

Góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband