Er tilgangur lífsins að eiga góðan dag?

Dagurinn í dag er búinn að vera góður.  Smile

Fjallabyggðarbúum gafst kostur á að heimsækja “miðbæinn” í dag.  Eins og allir landsmenn ættu að vita eru bormennirnir komnir yfir í Héðinsfjörð og þangað var ferðinni heitið með rútu.. eða var þetta langferðabíll??  Frábært veður var ekki til að eyðileggja þetta stutta ferðalag og var mikill fjöldi fjallbyggðinga og annara sem þáði þetta boð.  Frábært framtak hjá Fjallabyggð að gefa fólki kost á þessu.  Mér fannst þetta vera fréttnæmt efni en enga fréttamenn var að sjá í dag og ekki var snefill um þetta á mbl.is og visir.is.  Þessir fréttamiðlar eru svo uppteknir af slæmum fréttum að það hálfa væri hellingur, en það er eitthvað til að blogga um síðar.

Eftir Héðinsfjarðarferðina þá skelltum við Jóna okkur ásamt rekstrarleigubörnunum mínum, Sölku og Jóel, niður á Bensó þar sem Silla skólasystir afgreiddi okkur með pylsur og mjög sveittan hammara.

Á meðan við vorum í Héðó og á Bensó gerði Man. Utd. jafntefli við Middlesbrough og alltaf þegar Man. Utd. tapar stigum þá gleðjumst við Liverpool menn. 

Afmæli hjá Amalíu, frænku Jónu, Sölku og Jóels, var svo næst á dagskránni, alltaf fínt að fá frítt að éta.  Ég át kökur og drakk kaffi eins og ég hefði borgað mig inn á svæðið.

Dagurinn endaði svo upp í sófa með Jónu, Pushing daisies, Cold case, Big shots og einum ísköldum Tuborg gold…  dagarnir gerast varla betri en þessi.  Wink

Ekki gleyma – Mamma á afmæli á morgun!!

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband