Einhverra hluta vegna virðist það aldrei réttur tími til að tala um hægðir, hvers vegna? Mér finnst það algjör hægðarleikur að tala um hægðir, ég gerði meira að segja nokkrar tilraunir í dag til að brydda upp á þessari umræðu. Ég beið t.d. spenntur eftir góðri þögn í salnum sem ég vinn í og þegar hún kom stóð ég upp sperrtur og spurði salinn, Hvenær er eiginlega rétti tíminn til að tala um hægðir? Eins bar ég þessa spurningu upp í kaffinu Til að gera stutta sögu styttri þá var hægðartregða á svörum frá kollegum mínum, svörin einfaldlega komu ekki.
Ég held að það sé bara að það sé akkúrat enginn tími réttur til þess að tala um hægðir, allavegana var það enginn hægðarleikur fyrir mig í dag að fá fólk til að dýfa sér í ofan í þessa umræðu. Er fólk kannski með svo mikla hægðartregðu að það á hreinlega ekki hægt um vik að ræða svona hægðarlegt umræðuefni?
Í framhaldi af þessu... af hverju tekur enginn mig alvarlega?
Jæja, ég ætla að fara að hafa það gott í hægðum mínum.
Ég held að það sé bara að það sé akkúrat enginn tími réttur til þess að tala um hægðir, allavegana var það enginn hægðarleikur fyrir mig í dag að fá fólk til að dýfa sér í ofan í þessa umræðu. Er fólk kannski með svo mikla hægðartregðu að það á hreinlega ekki hægt um vik að ræða svona hægðarlegt umræðuefni?
Í framhaldi af þessu... af hverju tekur enginn mig alvarlega?
Jæja, ég ætla að fara að hafa það gott í hægðum mínum.
Góðar hægðir... meina stundir
Flokkur: Bloggar | 24.10.2007 | 21:10 (breytt kl. 21:20) | Facebook
Athugasemdir
hæglega sagt en gert, keep on going með tilgang lífsins, þú ert æði! allavega skriftin þín man
svavs, 26.10.2007 kl. 02:02
Takk kærlega fyrir, gaman að heyra að einhver hafi gaman af vitleysunni í manni
Daníel (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.