Er tilgangur lífsins að vera kvikmyndagagnrýnandi?

Við kærastan horfðum á tvær myndir um helgina þegar rekstrarleigubörnin og Móses voru sofnuð.  Við horfðum á íslensku myndina Köld slóð og ameríska mynd sem byggð er á sannsögulegum atburðum og heitir Zodiac.

Köld slóð var bara nokkuð fín, samt frekar fyrirsjáanleg og talið í senunum var stundum skrítið fannst mér.  Kannski fannst mér það vegna þess að hún er á íslensku, veit ekki.  Hún var alla veganna ekki eins góð og Little trip to heaven með Juliu Stiles, Forrest Whitager, mér sjálfum og Inga Hauks.  Já góðir hálsar ég lék í henni, ég varð reyndar brjálaður í bíóinu þegar ég sá atriðið mitt.  Eitt stykki bílþak var akkúrat fyrir andlitinu á mér svo enginn veit af mér í myndinni.  En mér er að sjálfsögðu ánægjan ein að benda hverjum sem er á stórleik minn í þessari mynd.  Grin  En já, Köld slóð, ágæt en fyrirsjáanleg og smá kjánaleg samtölin oft á tíðum.

Zodiac... ég fæ gæsahúð þegar ég skrifa nafnið á myndinni.  Hún er geggjuð þessi mynd, frábær í alla staði.  Fyrir þá sem ekki hafa séð hana, farið á leiguna og takið hana.  Hún er nett löng þessi mynd (158 mín.) en ég tók ekki eftir því vegna spennunnar í myndinni.  Frábær mynd og skuggalegt að þarna sé byggt á sannsögulegum atburðum.

Leonard Maltin, Roger Ebert ykkar stjörnugjafatími er liðin, Daníel er mættur!! Cool

Góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.