Í dag er fjólu-lilla-bleikur dagur í vinnunni, og auðvitað skellti maður sér í eitthvað bleikt og lillað. Mér líður yfirleitt bara nokkuð vel í bleiku þrátt fyrir að akkúrat þessi litasamsetning sé kannski ekki alveg nógu góð hjá mér. Ég hefði alveg geta þegið nokkur ráð frá Heiðar nokkrum snyrtir í morgun þegar ég snérist á hæl og hnakka, grútsyfjaður og á sprellanum, í leit að rétta dressinu fyrir daginn í fataherberginu.
Mér finnst metro-sexual gaurar margir hverjir vera bara nokkuð svalir. Til að komast aðeins nær þessum metro-sexualisma þá hef ég nú þegar verslað nokkra stelpulega-litaða boli til að setja í hið margrómaða fataherbergi og svo er það sem skiptir að mér finnst öllu máli í þessu, það er trefill. Ég tel að grunnurinn að því að vera metro-sexual sé að eiga trefil. Hef samt heyrt að treflar séu orðnir out núna! Hvað gerir maður í þessum málum??
Góðar stundir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.