Færsluflokkur: Sjónvarp
Gleðilegt nýtt ár góðir hálsar og einnig þeir sem eru ekki góðir í hálsinum!!
Mínar fyrstu vangaveltur á því herrans ári 2008 eru um skopskyn mitt og gáfnafar. Er ég með alveg ömurlegan húmor? Eða er ég kannski óhemju vitlaus? Eins og áður segir þá eru þetta vangaveltur og vil ég biðja fólk vinsamlegast um að svara ekki þessum spurningum
Ég var ekki að ná þessu áramótaskaupi frekar en oft áður. Mér fannst það akkúrat ekkert fyndið, samkv. talningu þá hló ég upphátt tvisvar sinnum og brosin urðu þrjú, annars horfði ég á þetta blessaða skaup með hundshaus. Enn ein áramótin, enn eitt skaupið, enn ein vonbrigðin.
Minn dómur á áramótaskaupinu 2007 er sá, að það var álíka gáfulegt og öskubakki á mótorhjóli eða sleikjó með kúkabragði!!
Góðar stundir
Sjónvarp | 1.1.2008 | 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)