Er tilgangur lífsins að eiga leynivin?

Við sem stöndum vaktina saman í amstri dagsins lífguðum heldur betur upp á vikuna sem er ný liðin með því að fara í leynivinaleik, en í leiknum eignaðist ég vin sem ég átti að gleðja leynilega sem og að reyna að finna út hver var að gleðja mig.

Ég mætti í felulitunum í amstrið alla vikuna og ég fílaði mig eins og durturinn í Survivor  þáttunum því ég var í því að blekkja leynivin minn, og aðra í kringum hann.  Það tókst nokkuð vel því ég samdi t.d. við samverkakonu mína um að fá að lauma gjöfum til hennar leynivins, sem sat við hliðina á mínum leynivini.  Einnig kom ég því þannig fyrir að gjafirnar frá mér virtust koma úr allt annarri átt þannig að leynivinur minn var byrjaður að herja á mann og annan hann taldi vera vinir sínir.  Með öðrum orðum þá tókst mér að gera leynivin minn gjörsamlega kolruglaðan og ekki mátti blessunin nú ekki mikið við því.  Tounge

Það atvikaðist svo skemmtilega þessa viku að ég var ekki á mínum venjulega stað í amstrinu, heldur var ég staðsettur í nágrenni við leynivin minn og varð vitni af öllum mörgu skemmtilegu.  Ég bjó til netfang á hotmail og sendi þaðan m.a. vísbendingar í spakmælaformi sem voru í raun og veru engar vísbendingar.  Mitt stoltasta móment í leynivinavikunni var þegar ég gerðist svo kræfur að senda leynivinkonu minni póst meðan hún stóð við tölvuna mína og var að tala við mig, mér leið eins og spennufíkli að upplifa sína villtustu drauma.  LoL  Er upplestur á “vísbendingunum” hófst þá átti ég mjög erfitt með mig þegar pælingar sem fylgdu byrjuðu í kjölfarið í fríðum kvennahópi:

- Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti

- Oft er í holti heyrandi nær og gettu hver ég er.  Vísbending segir prestur.

- Of mikið af húsverkum geta valdið heilaskaða

- Það þarf ekki nema einn gikk í hverri veiðistöð

- Ég geri það sama við vini og bækur.  Ég vil vita hvar ég hef þá, en ég nota þá sjaldan.

Reyndar finnst mér einn fugl í sósu betri en tveir í frysti og ég geri kannski ekki alltof mikið af húsverkum af ótta við heilaskaða svo það er kannski smá hluti af “vísbendingunum” sem á vel við um mig Wink 

Ég bíð spenntur eftir næstu leynivinaviku og tækifærinu til að hræra í hugum samverkamanna minna!! Devil

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Danni frændi.

Hvernig er það - get ég fengið leyniorðið á síðunni ykkar svo maður geti skoðað þennan fallega frænda sinn (sko þá er ég að meina son þinn ekki þig)

Gleðileg jól - bið að heilsa mömmu þinni :)

Elfa.

Elfa Hrönn frænka (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 13:35

2 Smámynd: Daníel Pétur Daníelsson

Hæ frænka

Ég sendi lykilorðið á feisbúkkið
Gleðileg jól sömuleiðis 

Kv.
DPD

Daníel Pétur Daníelsson, 21.12.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.