Við Móses skelltum okkur í eina af okkar margrómuðu kvöldgöngu nú í kvöld. Ég er agalega ánægður með jólabæinn minn, ég held hreinlega að það sé ekki hægt að finna jólalegri bæ norðan við Pýreneuskagan.
En hápunktur göngunnar var að öllum líkindum þegar færeyski frændi Kúks Í. Poka, hann Kukkur Í. Pose, bættist í hópinn og það á sjálfum Presthólnum. Sú hugsun rann í gegnum huga minn er ég dvaldi við kúkatínsluna, hvort það gæti verið að hundurinn væri að senda ákveðinn skilaboð varðandi messuhaldið hjá prestley með þessu athæfi. Spurning!!
Góðar stundir
Flokkur: Bloggar | 16.12.2008 | 22:41 (breytt kl. 22:44) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.