Ég hef verið að rembast eins og rjúpan við steininn, staurinn eða við það sem blessuð rjúpan rembist við, við að búa til vísur til að svara Sundlaugi félaga mínum a.k.a Sigga í sundlauginni. En af hverju er rjúpan alltaf að rembast staura og drasl, eru rjúpur með króníska magaveiki eða niðurgang og eru að reyna að láta ekki bera á því?? Mikil pæling, en
það reynist mér ekki létt verk að yrkja, ég næ reyndar oftast að koma með fyrri partinn en harðlífið tekur öll völd þegar seinni parturinn á að fæðast. Eitthvað virðist heilastarfsemin hafa fengið hægðarlosandi lyf því eftir tvær heimsóknir á klósettið í amstri dagsins fæddist sitthvor vísan, einn, tveir og rúgbrauð. Þessar vísur eru um eitt að mínum aðaláhugamálum, klósettferðir og hljóma svona:
Pissuferð
Á dollunni dunda mér við margt,
dansinn er nú stiginn,
með sprellan sprangandi út um allt,
setan öll útmigin.Búinn
Á toilettið ég tyllti mér,
tæmdi skottið fulla.
Ekki lengur brátt í brók,
búinn er að drulla.
Kannski eru klósettferðir það eina sem verður mér að yrkisefni, það mun tíminn leiða í ljós.
Góðar stundir
Athugasemdir
wuhahahhahahhahahahhahahahhhahahaha er ekkert merkilega að gera heima hjá þér en að reyna yrkja
hahahahhahahahhaha
anna (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.