Ég fór inn á Akureyri í gær, með í för var pabbi og Móses litli en tilgangur ferðarinnar var að fara með Móses til dýralæknis. Sýklalyf, eyrnadropar og ofnæmislyf var meðal annars sem við komum með heim frá doktor Dýra, en hundurinn er líklega með ofnæmi. Ekki er vitað fyrir hverju loðni sonur minn er með ofnæmi fyrir en ég giska á að það sé fyrir einhverjum fjölskyldumeðlimum
Jónu megin. En til að skera út um þetta var tekin blóðprufa sem verður send til Bandaríkjanna á næstu dögum og munu hún skila nákvæmum niðurstöðum um hvað Móses má setja ofan í sig og hverjum hann hefur ofnæmi fyrir. Ofnæmisvöldum verður þá meinaður aðgangur að Laugarvegi 10 en verða að láta sér gott heita að hringja, tala við aðra ættingja eða skoða þessa mjög svo ómarktæku bloggsíðu ef þeir vilja fylgjast með lífinu á L10.
Ég er að segja ykkur það að það er meira vesen og meiri kostnaður sem fer í læknisaðstoð fyrir fjórfætlinginn en alla tvífættu fjölskyldumeðlimina til samans, en hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín.
Eftir doktor Dýra þá lá leið okkar í Bonna, þ.e.a.s. Bónus, en mér fenginn í hendur stór og feitur innkaupalista fyrir brottförina. Það merkilega við þennan lista var það að hann var listaður upp í þeirri röð sem vörurnar kæmu á leið minni inn og út úr búðinni. Mér finnst það vera augljóst merki um Bonna-áráttu konu minnar þegar ég er sendur með innkaupalista, ekki í stafrófsröð, heldur í staðsetningaröð.
Gærdagurinn endaði með svo í faðmlögum við sófann og einni djé-vaff-djé mynd en fyrir valinu var Pabbinn, einleikur með og eftir Bjarna Hauk Þórsson sem var settur upp í Iðnó. Til að gera langa sögu stutta þá gat ég engan vegin sofið í sófanum fyrir hlátrasköllum í Jónu. Ég brá því á það ráð að fara inn í rúm að lúlla og horfði svo á Pabbann í dag og ég verð að segja að hann Bjarni Haukur, a.k.a. Hellisbúinn, fer alveg á kostum í þessu verki.
Maður hefur svo ekki mikið til að blogga um í bili, ekki nema kannski kreppuna en það er nú bara heilt blogg út af fyrir sig. Svona í lokin þá verð ég að segja frá því að Jörgen Jón er kominn með heimasíðu og er hún inni á Barnanet.is.
Góðar stundir
Flokkur: Bloggar | 2.11.2008 | 22:31 (breytt kl. 22:37) | Facebook
Athugasemdir
hahaha... bara snilld.... með innkaupalistann;)
Anna Gréta (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 23:22
já algjörlega, en það er meiri snilld úrslit helgarinnar. . .
hansi (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.