Er tilgangur lífsins að missa sig?

Ég náði að missa mig aðeins í gleðinni í kvöld.  Það var bekkjarkvöld hjá Jóel og skoraði bekkurinn hans á foreldra sína í skólahreysti og í þremur útgáfum af skotbolta.  Skipt var í þrjú krakkalið og þrjú foreldralið fyrir skólahreystið og er skemmst frá því að segja að krakkarnir rústuðu okkur en rörið sem skríða átti í gegnum fór gjörsamlega með foreldra liðin, einhverja hluta vegna virtust sumir foreldrana festast inni í því.  Svo var farið í skotbolta, og þá byrjaði fjörið!!  Foreldrarnir unnu allar þrjár keppnir í skotboltanum og var keppnisskapið í manni komið í fluggír í restina þannig að maður var byrjaður að bomba boltanum í átt að 8 ára bekknum, ég var sko til í miklu fleiri atrennur.  Sem betur fer þá hraunaði maður ekki neinn þannig að allir fóru heim með tennurnar sínar en það var byrjað að glymja þreklega í veggjunum litla íþróttasalarins í grunnskólanum. Whistling

En af öðru, Stefán Geirharður a.k.a. Muggur var skírður um helgina og hlaut hann nafnið Jörgen Jón.  Eitthvað virtist Jörgen litli eiga sökótt við prestinn því um leið og prestley byrjaði að tala argaði Jörgen úr sér lungun og leitaði sem óður væri að brjósti.  Þar sem ég var frekar aumur í geirvörtunum þá lagði ég ekki í það að slengja honum á mig en um leið og presley lauk sér af og söngurinn byrjaði hætti kúturinn og flaug inn í draumalandið.  Ég er ekki frá því að ég hafi verið byrjaður að roðna örlítið þarna upp þar sem ég stóð með hann en þetta gekk bara fínt.  Svo var kjamsað á kökum, heitum réttum og fleiru svo maður skuldar nokkra kílómetrana á hlaupabrettinu eftir þessa helgi.

Fleira markvert hefur svo sem ekki gerst, ja… fyrir utan að ég fékk bráðskemmtilegt SMS á dögunum, það var frá Domios og hljóðaði svona:  “Pizzan  er að leggja af stað til þín.  Kveðja Domino´s Pizza.”  Ég var nú ekki lengi að bregðast við og svaraði með glott á vör:  “Þakka mikið, sjáumst eftir 5 tíma!” LoL ….en svar mitt komst því miður ekki til skila. Smile

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nafnið á litla manninum, hljómar bara vel!

Bogga (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 12:15

2 identicon

Til hamingju með nafnið Daníel, hefði viljað sjá Hans þarna á undan Jörgen (Hans Jörgen), en fallegt nafn engu að síður Vonandi að við komumst í heimsókn til ykkar sem fyrst, bið kærlega að heilsa fjölskylduni, verðum í bandi

 Kv Hansi Tengdó

Hansi (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:54

3 Smámynd: Daníel Pétur Daníelsson

Bogga:  Takk kærlega fyrir 

Hansi:  hehehehe.. kannski að næsta barn fái nafnið Hans, jafnvel það verði stelpa   Bið að heilsa sömuleiðis og meðan ég man, það er kalt á toppnum í ensku deildinni

Daníel Pétur Daníelsson, 28.10.2008 kl. 18:57

4 identicon

Daníel, njótið þess að vera á toppnum, það eru nú ekki nema 18 ár síðan þið voru þarna síðast, ég hef engar áhyggjur á því að þið endið á toppnum því það eru svona 2 % líkur á að það gerist

Einn hérna fyrir þig Daníel (og hina sem halda með lifrabilljard liðinu :

Veistu hvað liverpool aðdáandinn gerir þegar liverpool vinnur deildina ????   

Jú, hann slekkur á playstation og fer að sofa !!! Ain´t going to happen

Hansi Tengdó

Hansi (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 20:49

5 Smámynd: Daníel Pétur Daníelsson

Til lukku Hansi, þetta er formlega lélegasti brandari sem bloggheimurinn hefur upplifað.  Þú færð verðlaun næst þegar þið komið á Sigló

Kv.
Tengdastjúpi

Daníel Pétur Daníelsson, 28.10.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.