Er tilgangur lífsins að eiga viðburðaríka nótt?

Það er sjálfsagt einhver sem les þessa fyrirsögn og hugsar eitthvað dónó, en það var ekkert  „gott í kroppinn“ í gær svo það fylgja engar erótískar þessari bloggfærslu.  Wink

Þetta byrjaði allt þannig að Salka fæddist árið 1998, síðustu nótt kom hún svo upp í svefnherbergi, nánar tiltekið kl. 04:12 ef ég man rétt, en hún hafði lagt upp í klósettferð sem endaði með ósköpum.  Á leið sinni til baka klappaði hún Kjartani kanínu sem var í hörku fíling við naga búrið sitt með þeim afleiðingum að Kjarra greyinu brá svo svakalega að hann beit Sölku skinnið til blóðs.  Kjartan talaði um það eftir verknaðinn að hún hefði smakkast eins og Bónus kjúklingur. 
Sölku skinnið prílaði, sem áður sagði, upp á efri hæðina og vakti mömmu sína, Stefán Geirharður, a.k.a. Muggur, var þá nývaknaður og lá öskrandi á milli mömmu sinnar og pabba. 

Ég vissi eiginlega ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar mér var skipað að passa barnið meðan að Jóna fór fram og bróderaði fyrir sárið á Sölku.  Stevie G. hélt áfram að öskra og ágerðust öskrin eftir að mamma hans yfirgaf hinn heillum horfna skeiðvöll því ég vissi varla hvort ég var vakandi eða sofandi, en var samt að reyna að hugga vesalinginn.
Móses hugsaði sér gott til glóðarinnar og lagðist kylliflatur yfir bælið mömmu sinnar.  Loksins þegar Jóna kom aftur, sem var líklega eftir ca. 1 og hálfa mínútu fékk ég fyrirlestur um að hugga ekki guttann, man ekkert eftir lestrinum og hundinum var skipað að færa sig, sem hann gerði að sjálfsögðu ekki fyrr en ég dró hann til mín og lét hann liggja á milli lappana á mér.  Þar lá hann í mestu makindum og þegar ég var kominn á þreklegan fallhraða  inn í draumalandið gerðist það.  Móses tók netta byltu milli lappa mér og kramdi á mér punginn í leiðinni!!  Pinch  Eftir að hafa notað örfá sekúndubrot til að átta mig á stöðunni færði ég hvutta af þessu af viðkvæma og friðaða svæði og sváfum vel þar til að vekjarinn byrjaði að urra á mig kl. 7:00.

Ég bíð spenntur eftir næstu nótt  Smile

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona bara að þú getir notað djásnið aftur :) En það eiga eftir að verða enn skemmtilegri nætur hjá þér!!!

 Kv Diesel

Diesel (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:55

2 identicon

þessi nótt er bara himnaríki á við það sem koma skal

en  herna eru nokkur ráð handa þér

1 ekki hafa hundinn i ruminu

2 farð þú næst að hugga eitt af hinum börnunum sem eru á heímilinu,

3 búðu til auka herbergi MJÖG GÓÐRI HLJÓÐEINANGRUN

Vona að þetta hjálpi eitthvað til

anna (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband