Við Móses vorum úti í garði að pissa og ég er að segja ykkur það að veðrið gerist ekki mikið fallegra úti núna. Það er heiðskírt og geislar fulla tunglsins glansa á mjöllinni sem liggur ofan á fjallahringnum og teygir sig niður í miðjar hlíðarnar. Ég var að hugsa það úti á meðan að Móses naut þess að sletta úr skinnsokknum að það væri magnað ef ég gæti slökkt á öllum ljósunum í bænum og bara notið útsýnisins.
Stefán Geirharður, sem gengur einnig undir nafninu Muggur, er 4 vikna gamall í dag, sem segir mér að ég er búinn að vera sibbinn í 3 og ½ viku. Þann 16. verður hann svo mánaðar gamall og höfum við ákveðið að leigja íþróttahúsið fyrir lítinn afmælisfagnað. Íbúum, gestum og öðrum á norðurlandi vestra, eystra og eista er boðið, fríar blöðrur og candyfloss á staðnum.
Góðar stundir
Athugasemdir
Þetta er ekki rétt hjá þér Daníel, þú ert búinn að vera syfjaður í 25 ár!
En heyrðu, mig bráðvantar myndir af litla gaurnum... er komin heimasíða? ..nú ef ekki þá vil ég bara fá sendar myndir af honum reglulega!
Rakel frænka (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 14:21
Já þar hittir þú naglann á höfuðið frænka, 25 ár and counting
Heimasíðan er í athugun og kemur innan skamms, læt þig vita
Daníel Pétur Daníelsson, 20.10.2008 kl. 21:12
hehehhe voru þið BÁÐIR úti að pissa
anna (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:26
hehehehehe... já Anna, við slettum svo mikið að við erum alltaf reknir út fyrir
Daníel Pétur Daníelsson, 21.10.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.