Ég er búinn að vera tölvulaus undanfarna daga og vikur og þar af leiðandi hefur maður ekki verið að ergja samborgara mína og aðra hamborgara með afbragðs þvælu. Ekki mikið hefur gerst í þjóðlífinu síðan ég bloggaði síðast svo maður hefur ekki haft úr neinu að moða. Að vísu hefur krónan verið í frjálsu falli líkt og fallhlífalaus fallhlífarstökkvari, þrír stærstu bankar Íslands hafa verið þjóðnýttir, ég heyrði orð sem ég hef aldrei heyrt áður en það er sögnin að vera þjóðnýttur, íslenska útrásin breyttist í innrás og ástæðan fyrir því að Ísland er að komið á sama stall og Zimbabwe er allt einhverjum 20 blýantsnögurum að kenna. Sem sagt, fréttamaturinn hefur nánast ekki verið neinn síðan ég síðast bloggaði.
Ég get með sanni sagt að ég hef oft sofið meira en síðustu vikur enda er komið nýtt hljóð í svefnherbergið. Guttinn minn, sem ég kalla Stefán Geirharð (Steven Gerrard), er svo sannkallaður dag- og næturdrykkjumaður og sér maður hann varla öðruvísi en með brjóst fast við andlitið á sér. Hann rífur sig upp á ca. tveggja tíma fresti og fær sér einn einfaldan, ropar svo og heldur áfram að lúlla.
Nú er kominn tími á að skipta um kúkableyju, Daníel out!
Góðar stundir
Athugasemdir
Vona að þú haldir þessu nafni á guttanum það er ansi gott en það er verst að minn á að heita það sama en ég verð víst að nota annað nafn eins og Fernharður Thor ( Fernando Torres ).
Kv. Die$el
die$el (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:43
Til hamingju með guttann ... :) er hann alveg eins og pabbi sinn ?
Er litli Geirharður ekki kominn með heimasíðu :) langar að sjá litla Liverpool guttann...eins gott að maðurinn minn viti ekki nafnið, hann yrði dolfallinn ... :) næsta kríli myndi bera þetta nafn, óháð kyni ... hehehe
Kidda (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 14:04
Takk takk!! Jú hann er svolítið líkur pabba sínum, greyið Hann er ekki kominn með heimasíðu en það er í vinnslu
Daníel Pétur Daníelsson, 14.10.2008 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.