Hún var mjög skemmtileg þessi helgi sem var að líða. Skemmtilegheitin byrjuðu á föstudaginn á slaginu 18:00 þegar ég lagði upp í minn fyrsta tónleikatúr um landið. Tóti svili fékk mig og Guito tónlistarkennara til að framkvæma með sér hugmynd sem hann fékk, að halda tónleika í þremur byggðarlögum sama kvöldið. Flutt var efni eftir Tóta og raddaði ég og var með áslátt, spilaði til að mynda á bongó trommur og það hef ég ekki gert áður. Það kom upp úr kafinu að syngja og spila á bongó trommur er alveg asskoti erfitt. Þetta ævintýri byrjaði í Ólafsfjarðarkirkju, svo var haldið í hina smávöxnu Knappstaðarkirkju og endað í Siglufjarðarkirkju. Þessi túr var stórskemmtilegur og tónleikarnir í Knappstaðarkirkju var það sem stóð upp úr. Ekkert rafmagn er í kirkjunni svo hún var lýst upp með kertaljósum og tónlistargestirnir fimm, sem fylltu nærri því helming bekkjanna í kirkjunni, upplifðu ógleymanlega stund sem og tónlistarmennirnir. Orkan og stemningin sem myndaðist þarna er ólýsanlegt fyrirbæri og var það æðislegt að upplifa svona stund.
Laugardagurinn byrjaði stórkostlega þegar Liverpoolsigraði Man. Utd. í stórslag helgarinnar í enska boltanum. Við Sundlaugarvörðurinn fór svo í góðan göngutúr með hundana og svo var bara afslöppun sem eftir lifði dags.
Dagurinn í dag byrjaði garðinum, maður kominn út um 10:00 og hafði sig inn um 21:00 en þá var búið að snyrta runnana, sækja nokkur hundruð kíló af grjóti, festa upp hlið, raða grjóti og finna það út að Vangelis samdi lagið Chariots of fire sem er eitt mesta íþrótta-slow-motion-klippu-lag sem sögur fara af.
Kvöldið endaði svo í með dramatískri spennu-barnsfæðingar-hryllingsmyndinni Þegar Mats fæddist frá því herrans ári 1983. Mér leið nú ekkert svakalega vel að horfa á barnið hlykkjast út úr klofinu á vesalings konunni en Jóna hafði meiri áhyggjur af rauðu sportsokkunum sem hún var í.
Á morgun leggjum við Jóna svo upp í ferð til Akureyris, spurningin er sú hvort við komum tvö eða þrjú til baka.
Góðar stundir
Athugasemdir
Gangi ykkur vel esskurnar
Rakel frænka (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 10:39
Innilega til hamingju með litla drenginn! Gangi þér vel í ,,nýja" hlutverkinu og
bestu kveðjur til Jónu.
Kveðja
Bogga
Bogga (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:02
Til hamingju með erfingjann ;)
Gunna Finna (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 17:24
Takk takk
Daníel Pétur (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 10:05
Innilega til hamingju með litla prinsinn!
dagny finns (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 15:46
sæll Daníel (pabbinn) hjartanlega til hamingju með guttann ég fretti að er hann fæddist var hann hvorki rauðhærður ne með trefill hehehehhe
anna (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 16:41
hahahaha... takk takk
Daníel (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:23
Þetta hefði verið fullkomin helgi til að fá hansa í heimsókn, grjótburður og upplifun á mestu fýlu sem sést hefur norðan Alpafjalla, sem ég var svo heppin að vera vitni af;) En annars innilega til hamingju með drenginn danni minn bið að heilsa mömmu!:)
Anna Gréta (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 15:40
Til hamingju Daníel, en hvað er það að láta mig ekki vita af tónleikaferðalagi ykkar tóta ?? Átti ég ekki að vera þriðji maður inn ?? Allavena, bið að heilsa
Kv Hans steinar bjarnason
HAnsi BJarna (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.