Er tilgangur lífsins að fá lottó?

“Jessss….” hugsaði ég þegar ég las þessa fyrirsögn og dansaði indíánadans í eldhúsinu, en svo áttaði ég mig á því að ég gleymdi að lotta!!  Crying  Það var kannski eins gott því ég vinn aldrei neitt í neinu sem heitir Lottó eða eitthvað annað en aðalástæðan gæti verið sú að ég tek aldrei þátt.  Ég reyndar fékk hörku vinning þar síðast þegar ég lottaði en ég halaði inn hvorki meira né minna en 430.- krónur og það tekur maður sko ekki upp úr skítnum, ég kom reyndar út með 770.- króna tap.  Ég keypti svo auðvitað annan miða fyrir þennan ímyndaða ágóða og að sjálfsögðu endaði ég þar af leiðandi með tap upp á 1.970.- krónur því ekki vann ég á þann miða.  GetLost  Ég á kannski ekki að vera að standa í því að lotta, en ef maður tekur ekki þátt þá á maður auðvitað aldrei sjéns á því að vinna. 

Maður ætti samt kannski að vera duglegri við að taka þátt í lotteríum lífsins, því líklega er það rétt sem segir í textanum, að “lífið sé lotterí”.  Wink

Góðar stundir


mbl.is Einn með allar tölur réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er einmitt að reka mig á þetta sama vandamál aftur og aftur, spila ekki með en skil svo ekkert í því að ég vinni ekki. Annars hef ég fengið þrjá stór vinninga um ævina, þeir eru á aldrinum 7 - 14 ára

Sporðdrekinn, 7.9.2008 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.