Ég skellti mér í oldboys fótbolta í gær eins og ég hef gert í allt sumar á þriðjudögum og fimmtudögum
nema á miklum rigningardögum. Ég hef nú aldrei verið talinn vera góður knattspyrnumaður, var alltaf bara efnilegur. Ef ég ætti að skilgreina leikstíl minn, þá myndi ég segja að ég væri blanda af Steven Gerrard, Andrési Önd og the Roadrunner
mí mí
brrrummmmm
Hefði eiginlega þurft að hafa sound fæl hérna til að allir nái þessu Til að gera langa sögu agalega stutta þá spiluðum við í tæpan einn og hálfan tíma, liðið mitt skoraði ekki mark en fékk 15 á sig. Mottóið Ef þú ætlar að tapa, tapaðu þá með stæl var í hávegum haft í gær.
En að allt öðru og skemmtilegra efni, þann 26.07.08 átti ég 1 árs blogg afmæli. Af því tilefni íhugaði ég að fara úr bænum til að þurfa ekki að taka á móti þeim fjölmörgu gestum sem mögulega myndu koma keyrandi, fljúgandi, siglandi, fjórhjólandi, tvíhjólandi, einhjólandi eða labbandi langar vegalengdir til að samfagna tilgangi lífsins og útbreiðslu hans um netheima, sem hefur reyndar ekki verið nein, en það var ekki þörf á því í þetta sinn. Það hafa margar vitlausar bloggfærslur fengið líf á þessari síðu og það er víst að það munu margar fleiri fá að líta dagsins ljós.
Hafið það gott um Verslunarmannahelgina, passið ykkur á jarmandi ullarpöddunum sem eiga það til að vafra á þjóðvegum landsins.
Góðar stundir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.