Er tilgangur lífsins að halda jólakúlunum?

Blessað veðrið er enn að gera það gott í sumarfríinu mínu.  Ég hljóp á eftir ruslatunnunni í dag en hún rauk af stað í mígandi rigningunni.  Ég veit ekki hvort þetta var déskotans norðangarrinn sem feykti henni um koll eða ást hennar á ruslakassanum sem á heima ská á móti.  Gildir einu… þetta veður er bara rugl, ég er farinn að halda að ég hafi sofnað í gær og vaknað í október!!  Angry

En að öðru, Móses fór í ferðalag í dag til Akureyrar og hitti dýralækni.  Greyið kallinn, hann kom miklu léttari heim því mamma hans lét taka undan honum jólakúlurnar.   Ooohhh… hvað ég finn til með honum!!  Crying  Síðan hann vaknaði úr rotinu hefur hann labbað eins og fjórfættur hobbiti því það tekur svo mikið í saumana.  Ég er ekki viss hvort húsmóðirin hafi þetta í hyggju fyrir restina af kynþroska karlmönnunum á heimilinu þ.e.a.s. mig, ég vona ekki.  En þar sem maður er búinn að planta kökunni í ofninn þá eru jólakúlurnar mínar kannski í hættu.  Ef þið sjáið mig röltandi um í hobbita stellingum þá er nokkuð ljóst að mér hefur verið boðið til dýralæknis á Akureyri.

Ég er að fara að lúlla núna, vinsamlegast vekið mig ef þið sjáið fram á að ég muni sofa af mér jólin.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get bara ekki litið konu þína réttum augum eftir þennan gjörnig á aumingja Móses Og smá rusla tunna á ferðini hefðir átt að vera í mínu hverfi þar sem trambólín frá Benna Ben tók sig á flug og gataði blikkið hjá okkur Jóa Ott og bílinn skemmdur og ég var svo góður að læsa mig úti og stefndi í það að ég svæfi á milli hjá Jóa og frú. En gott að eiga góða granna Baldi Kára reddaði málunum gluggi tekin úr og skriðið inn

    kv Ægir

Ægir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband