Er tilgangur lífsins að fara út í garð?

Sumarfrí, úti fyrir er skítakuldi að mér sýnist, nettur brasilískur kaffiilmur stígur úr kaffibollanum sem ber nafn mitt og líkt og í gær þá er Eddie Vedder að syngja Guaranteed, að þessu sinni í gegnum túbbuna (you tube), blogglegt andleysi virðist hrjá bloggarann.  Heimiliskötturinn er kominn, hún heitir Fanney og er söluturnísk smokey-shop læða sem er komin til ára sinna.  Best að fara út í garð.

About six hours later….

Þá er maður kominn inn aftur, hættur að garðálfast í bili.  Það er alveg merkilegt að þegar ég tek upp á því að fara út í garð, þá lendi ég iðulega í bölvuðu basli með koma mér inn aftur.  Getur verið að ég sé haldinn krónískri garð fíkn??

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfull ertu steiktur, á skemmtilega hátt! Þú verður sko að undirbúa þig andlega fyrir allt álagið sem fylgir komandi helgi! Góðar stundir

Bogga (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Daníel Pétur Daníelsson

Ég þakka fyrir falleg orð

Daníel Pétur Daníelsson, 2.7.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband