Eldhúsborðið, rjúkandi kaffibolli, uppvöskunarvélin hummandi í takt við tölvuna en þar er Eddie Vedder að flytja líklega ólöglega niðurhalað lag sem heitir Guaranteed, það er rigning úti, snjór í fjallatoppum, ég er að blogga
svona er fyrsti dagurinn í sumarfríinu mínu (part II) að byrja, yndislegt móment, eitt af þessum mómentum þar sem maður vill að tíminn hreinlega stoppi.
Það viðrar því miður ekki vel til fjallaferða í dag eða annarrar útiveru og er það nokkuð ljóst að við félagarnir, sundlaugarstjórinn og ég, förum ekki í fjallaferð þennan daginn en við vorum búnir að planleggja að labba á Hólshyrnuna ásamt hundunum okkar. Ferðinni var reyndar aflýst áður en ég komst fram úr rúminu með sms-samtali sem fór okkar á milli og hljómaði svona:
Sundlaugarstjórinn skrifar:
Nú af himni mokast mjöll,
manndóms raunum kvíðum.
Ef að nú skal fara á fjöll,
förum við á skíðum.
Daníel svarar:
Í rúminu þreyttur í leti ligg,
lít á fljóðið mitt fríða.
Fjöllin köld og helst ég hygg,
að heima vera og... ryksuga.
Fjallaferðin bíður því betri tíma enda er kannski ekki tími í svoleiðis í dag þar sem síldarvertíðin hjá mér er að hefjast. Já, það er fyrsta söltun á Síldarminjasafninu í dag og auðvitað er maður til í slaginn. Ég er að byrja mitt 4 ár á planinu góða og alltaf er þetta jafn gaman.
En jæja, kaffið er orðið kalt, uppvöskunarvélin er búin og Eddi Vedder er orðinn pínu þreyttur á að endurtaka endalaust sinn ólöglega flutning. Það rignir enn, snjóar í fjallatoppana og mér er ekki að takast að bæta mínum einfalda aulahúmor við þessa færslu, mómentið er búið.
Góðar stundir
Það viðrar því miður ekki vel til fjallaferða í dag eða annarrar útiveru og er það nokkuð ljóst að við félagarnir, sundlaugarstjórinn og ég, förum ekki í fjallaferð þennan daginn en við vorum búnir að planleggja að labba á Hólshyrnuna ásamt hundunum okkar. Ferðinni var reyndar aflýst áður en ég komst fram úr rúminu með sms-samtali sem fór okkar á milli og hljómaði svona:
Sundlaugarstjórinn skrifar:
Nú af himni mokast mjöll,
manndóms raunum kvíðum.
Ef að nú skal fara á fjöll,
förum við á skíðum.
Daníel svarar:
Í rúminu þreyttur í leti ligg,
lít á fljóðið mitt fríða.
Fjöllin köld og helst ég hygg,
að heima vera og... ryksuga.
Fjallaferðin bíður því betri tíma enda er kannski ekki tími í svoleiðis í dag þar sem síldarvertíðin hjá mér er að hefjast. Já, það er fyrsta söltun á Síldarminjasafninu í dag og auðvitað er maður til í slaginn. Ég er að byrja mitt 4 ár á planinu góða og alltaf er þetta jafn gaman.
En jæja, kaffið er orðið kalt, uppvöskunarvélin er búin og Eddi Vedder er orðinn pínu þreyttur á að endurtaka endalaust sinn ólöglega flutning. Það rignir enn, snjóar í fjallatoppana og mér er ekki að takast að bæta mínum einfalda aulahúmor við þessa færslu, mómentið er búið.
Góðar stundir
Flokkur: Bloggar | 28.6.2008 | 20:14 (breytt kl. 20:15) | Facebook
Athugasemdir
Kíktu á hotmailið þitt, æfing framundan!
Bogga (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.