Er tilgangur lífsins að vera í útrýmingarhættu?

Ég er undir mikilli pressu, aðdáendaklúbburinn minn sem samanstendur alla veganna af einum, kannski tveimur einstaklingum hefur sett pressu á mig um að blogga.  En um hvað bloggar wanna-be atvinnubloggari með ritstíflu??  Em í fótbolta? Ísbjarnarblús?  Fall krónunnar?  GetLost

Ég leitaði á veraldarvefnum að umfjöllunarefni og rakst ég á þessa frétt á Mbl.is um að glaðlyndir fara sér fremur að voða en fýlupokar.  Rannsókn var unnin í Kaliforníu-háskólann skilaði þeim niðurstöðum sem benda til þess að meiri líkur eru á að mjög glaðlynt fólk látist fyrir aldur fram en þeir sem eru þyngri í skapi.  Ég veit ekki hvort sé um eitthvað gleðiefni að ræða en ég er ekki frá því að ég kannist við nokkra einstaklinga sem munu væntanlega lifa að eilífu.  Tounge

En þessar niðurstöður mjög sjokkerandi fyrir mig þar sem ég tel mig vera frekar léttlyndan að eðlisfari, svona oftast alla veganna.  Samt ekki á morgnanna, ég er ekki mjög mikill morgunhani.  Það kemur reyndar fyrir líka að ég sé pirraður á kvöldin eftir langan og strangan dag þar sem amstur dagsins og hobbyin mín hafa tekið frá manni alla orkuna.  Ég er svo ekki frá því þegar ég kafa djúpt hugskot mín að stundum kemur það fyrir að skapið sé ekki upp á marga fiska eða aðrar dýrategundir á tímabilinu milli hádegis og kvöldmatar.  Pouty

Já, sem sagt, þessar niðurstöður eru ekki lengur sjokkerandi fyrir mig, þær eru orðnar meira ruglandi.  Er ég kominn á lista með íslenskum ísbjörnum yfir kvikindi í útrýmingarhættu eða á ég í vændum líf svo mun vara svo lengi að elstu menn munu ekki muna eftir því??  W00t

Úffff… spurning um að láta geðgreina sig svo niðurstaða fáist.  Grin

Góðar stundir


mbl.is Glaðlyndir fara sér fremur að voða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband