Er tilgangur lífsins að vera rauðhærður?

Sem barn var ég rauðhærður en í dag er hárið á mér komið út í kastaníubrúnan lit.  Billa frænka spurði mig um daginn hvar rauða hárið væri og ég var snöggur að svara að það væri að neðan LoL

Það hefur ekki verið neitt grín að vera rauðhærður í gegnum tíðina, við rauðhærðir höfum mátt sæta ofsóknum í margar aldir og það hefur verið níðst á okkur fram úr hófi.
Er galdrafárið hófst á Íslandi um 1654 vorum við brenndir mann fram að manni en fyrsta brennan fór reyndar fram 1625 og var það Jón Rögnvaldsson sem grillaður var í Svarfaðardal í Eyjafirði, í fyrri og seinni heimstyrjöldinni voru rauðhærðir notaðir sem beitur til að lokka Þýskar leyniskyttur úr fylgsnum sínum, en á sama tíma notuðu Japanir rauðhærða til að drýgja hundakássur sínar. Spánverjar fundu upp spánskuveikina og herjaði hún á árunum 1918 – 1919 eingöngu á einstaklinga í rauðhærða stofninum og einstaka ljósku sem vissi ekki betur.  Svo áfram sé talið þá notuðu bændur á þar síðustu öld rauðhærða sem hákarlabeitu þegar illa áraði og eftir að Antífokkus IV Epífanes hætti ofsóknum á hendur Gyðingum á annarri öld f. Kr. þá snéri hann sér að rauðhærðum.  Svona mætti lengi telja og er ég sammála því sem Mick “the redhead” Hucknall í Simply Red sagði, en honum varð að orði að þeir sem níddust á rauðhærða stofninum væru ekkert annað en rasistar… heyr heyr Mikki!! 

Ég hef ekki farið varhluta af þessu og þurft að ganga í gegnum ýmislegt á mínum 210 hundaárum.  Manni var auðvitað aðeins strítt eins og gefur að skilja þegar ég var á mínum sokkabandsárum og enn þann dag í dag má ég ekki frétta af sól í Skagafirði því þá sólbrenn ég á nefinu.

Það er, þrátt fyrir allt og allt, rauðhært ljós við endann á göngunum.  Í dag hafa rannsóknir sýnt fram á, að það er bara nokkuð eftirsótt að vera partur af hinum rauðhærða kynstofni, það eru bara mjög fáir sem hafa tekið eftir því.  Það hefur komið í ljós að rauðhærðir eru með þykkasta hárið og samkvæmt ítarlegri rannsókn sem framkvæmd var í Hannover í Þýskalandi þá eru rauðhærðir framar öðrum háralitum og hárlausum einstaklingum í fræðum sem stundaðar eru svefnherbergjum og öðrum herbergjum.  Grin

Go reds!!

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverðar pælingar, vægast sagt.

Gott svar um hvað varð um rauðu hárinn:-)

Hjalti Gunnars (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 23:47

2 identicon

Hehehehehe:) þú og þitt rauða hár og greinilegt að húmorinn hjá þér hefur ekkert dvínað eftir öll þessi ár;)

það lítur allt út fyrir það að dóttir mín ætli að verða rauðhærð þannig að ef svo ber undir að hún fer að kvarta yfir rauða litnum, þá sendi ég hana til þín:)

Þura (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 15:25

3 identicon

Maður er ennþá með aulahúmorinn í fararbroddi  

Ég vissi ekki að þú væri komin með lítið kríli... innilega til hamingju!!  Frábært að hún skuli vera rauðhærð hihihihi...   

Daníel (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.