Er tilgangur lífsins að æða á fjölskyldumót?

Síðan síðasta færsla var hraðrituð þá hefur eigandi þessarar bloggsíðu ferðast um 850 km.

Ég og Sölku skinnið lögðum upp í langferð og keyrðum sem leið liggur yfir Lyngdalsheiðina að Apavatni en þar hittum við fyrir afkomendur ömmu Tóllu og afa Alla á okkar ekki-árlega fjölskyldumóti.  Það er deginum ljósara að maður velur sér ekki ættingja og þegar ég hugsa um ættingja mína þá er ég ekki frá því að Apavatn hafi verið fullkomin staðsetning, að nafninu til.  LoL 

Ein merkileg staðreynd, á leiðinni frá Sigló til Apavatns mættum við 1.682 farartækjum, þ.e.a.s. bílum og mótorhjólum.  Okkur til dundurs í þessa 430 km. þá töldum við farartæki og ég er ekki frá því að þetta hafi stytt okkur stundirnar.  Pissustopp voru á Blönduósi og í Borgarnesi og svei mér þá ef ég lýg, þá var sama pissulyktin inni á klósettunum í dag og var á föstudaginn.  Salernið á Hyrnunni virtist ekkert hafa verið yfirfarið þrátt fyrir þessa fínu tilkynningu sem var á þar inni því sami munntóbakspokinn var í klósettskálinni í dag og var þar á föstudaginn… æði!!  Sick

Fjölskyldumótið fór vel fram og var gaman að hitta þessa ættingja sína sem maður sér nú ekki alltof oft.  Veðrið spillti ekki fyrir, það var það gott að mér tókst í fyrsta skipti á ævinni að sólbrenna fyrir hádegi.  Það er reyndar möguleiki að ástæðan fyrir því sé að það hafi ekki gerst áður að ég hafi komist út fyrir hádegi á mínum sólríku frídögum.  Á staðnum voru leiktæki fyrir krakkana sem voru í stanslausri notkun og ýmislegt var brallað.  Við fórum m.a. og skoðuðum Laugarvatnshelli og þar komust fjölskyldumótsgestir að því að þar býr eitt stykki jólasveinn, Apavatnsapinn kom í heimsókn og svo var sungið og trallað og leikið sér.

En það er víst rétt það sem skáldið sagði “maður velur sér ekki ættingja”! Grin

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, ég held að maður geti alveg sagt sem svo

Daníel (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 17:02

2 identicon

Takk fyrir komuna! alltaf gaman að fá þig í kaffi

Dóra (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 14:48

3 identicon

 ..velur sér ekki ættingja  ..ég ætla að segja Þóru frænku!
...en veistu að af öllum þeim sem voru á ættarmótinu finnst mér þú lang líkastur jólasveininum og apanum

Rakel frænka (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:22

4 identicon

HAHAHAHAHAHAHAHA.... já ég er sérstaklega líkur apanum.  En gvöð... ekki segja Þóru frænku, hún mun ganga frá mér!!!! 

Daníel (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband