Er tilgangur lífsins að taka þátt í Evróvisjón?

Ég skil ekki hvers vegna við íslendingar erum að eyða peningum í þessari vitleysu, það er ekki hægt að kalla þetta keppni lengur.  Það eru álíka miklar líkur að við vinnum þessa "keppni" og að ég fari að hanna geimskip fyrir NASA milli þess sem ég læt Tyru Banks og Americas next topmodel-gengið taka myndir af mér fyrir Playboy og Playgirl.

Eins og ég hef áður minnst á þá voru Frikki og Regína frábær á sviðinu og lagið bara þrælfínn euro-slagari en reyndar finnst mér ég hafa heyrt þennan "slagara" nokkrum sinnum áður.  Þetta lag var samt margfalt betra en flest lögin sem ómuðu í Belgrad og segir það allt sem segja þarf um þessa "keppni" að við enduðum í 14. sæti.  Að horfa á stigagjöf þjóðanna var álíka pirrandi og að mæta í matarboð þar sem eingöngu er serveraður pinnamatur.

Maður Evróvisjón var að mínu mati Sigmar Guðmundsson Ljóskastari með meiru en hann fór alveg hamförum í lýsingu sinni.  Hann var alveg með það á hreinu hvaða land myndi fá 12 stig hverju sinni.  Í lok útsendingarinnar tjáði hann landi og þjóð að aðstoðarmaður hans hefði reiknað það út að Rússar myndu vinna þessa "keppni" með 275 stig... Rússar unnu með 272 stig.  Það sem hrjáir þessa blessuðu "keppni" er pólitík, það er hún sem ræður því hvert stigin fara, ekki gæða laganna og erum við engu skárri en hinar þjóðirnar hvað það varðar, við gáfum Baununum 12 stig!!

Málið er að við eigum ekki nógu margar "nágranna þjóðir" til þess að geta unnið þetta.  Ég segi því að við eigum að hætta að eyða peningum í þessa vitleysu og nota þá frekar í einhvera aðra vitleysu.

Góðar stundir

 


mbl.is Evróvisjón kostaði 21 milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við verðum bara að senda þig út!! :) þá gætu þessar þjóðir kannski vorkennt okkur því þú myndast svo ílla!!!!! :) hahaha

diesel (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 15:32

2 identicon

HAHAHAHAHAHAHA.... góður punktur!!!! 

Daníel (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.